Færsluflokkur: Bloggar
4.6.2007 | 08:44
Rússagrýla
Sovétríkin liðuðust í sundur þyrfti frekar að hafa áhyggjur af
Rússnensku mafíunni heldur en Rússum sem herveldi. Jú þeir eiga að vísu
kjarnorkuvopn ennþá, enn allt annað sem hervæðingu fylgir virðist nú
vera gamalt og úrelt drasl. Mér finnst nú meira áhyggjuefni þessar
grenjuskjóður vestanhafs og yfirgangur þeirra yfir önnur ríki, þar sem
þeir þykjast vera að hjálpa öðrum ríkjum en eru óvelkomnir allstaðar
enda bara að vernda eigin hagsmuni. Maður sá best í
fréttaskýringarþættinum 60 mínútum þar sem allur þátturinn fjallaði um
heimavarnarlið Iowa sem voru ansi kokhraustir og buðust til farar til
Íraks, en eftir tveggja ára veru þar er komið annað hljóð í strokkinn
og sögðu þeir berum orðum, við erum óvelkomnir hér. Málið er nú það að
mikið af Bandaríkjamönnum veit ekki hvað stríð er þar sem aldrei hefur
verið barist í Bandaríkjunum þá sérstaklega í hvorugri
heimstyrjöldinni, svo þegar þessir blessuðu menn eru sendir úr landi
til að berjast fyrir "land sitt" þá koma þeir heim sem algjörar
taugahrúgur og dópistar.
Pútín hótar mótaðgerðum komi Bandaríkjamenn upp eldflaugavarnakerfi í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2007 | 23:26
Verstu stuðningsmenn í Evrópu
ekki sá eftirsóttasti þessi, en þeir hafa nú unnið þennann með
yfirburðum frá því að ég fór að fylgjast með enska boltanum. Meira að
segja þá þarf ekki að vera fótboltaleikur nálægt því það er nóg að
setjast inn á bar eða skemmtistað á Spáni, eða þar sem tjallar eru í
fríi, þá er alltaf mestu lætin og subbuskapurinn þar sem fólk er klætt
í þessar Liverpooltreyjur.
UEFA: Liverpool með verstu áhorfendur í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2007 | 17:01
Sjómannadagurinn
Þetta er ein af stóru helgunum í Eyjum Sjómannadagshelgin, enda skárra væri það nú í stærsta útgerðarplássi landsins. Herlegheitin hófust strax á fimmtudagskvöldið með söngkvöldi Árna johnsen og félögum það sem sjálfur KK kom meðal annars fram, en þessi skemmtun var haldin í Akógeshúsinu en þar sýnir jafnframt Viðar Breiðfjörð glæsileg málverk sín. Í gær var síðan dagskrá inn í Friðarhöfn þar sem margt var til skemmtunar fyrir unga sem aldna, og í gærkvöldi var síðan hátíðardagskrá í Höllinni þar sem boðið var upp á hlaðborð frá veisluþjónustu Gríms og síðan var skemmtidagskrá og að lokum tekið út með dansleik fram á rauða nótt þar sem hljómsveitin Dalton lék fyrir dansi. Í dag á sjálfan sjómannadaginn hófst dagskrá með Sjómannamessu í Landakirkju og síðan hefðbundin hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni sem stendur yfir nú. Í kvöld eru síðan fyrirhugaðir tónleikar með Dúndurfréttum, en það var að heyra nú rétt áðan að eithvað babb væri komið í bátinn vegna þess að það er ekki flug til Eyja eins og er, en vonandi rætist úr þessu.
SJÓMENN TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2007 | 14:41
Samdráttur í þorskafla
Sem gamall sjómaður hef ég ekki viljað trúa þessum sögusögnum um brottkast á fiski í sjómennsku nútímanns en svei mér þá, ég held að ég fari að skipta um skoðun því þetta er ekki eðlilegt að ekkert skuli ganga að reisa við þorskstofnin þrátt fyirir samdrátt í veiðum ár eftir ár.
Hafró leggur til þriðjungs samdrátt í þorskafla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 13:08
Brimurð
myndi nú seljast í burtu úr byggðalaginu. Menn sjá hvernig Akureyringar
hafa tekið undir sölu ÚA til Brims, búið er að fara með sjávarútveginn
á Akureyri langt niður á við og ekki einu sinni hægt að halda
Sjómannadaginn hátíðlegan í þessu stóra sjávarútvegsplássi. Nei þegar
peningamennirnir ráðast á svona fyrirtæki með kjafti og klóm, verður
ekkert eftir nema Brimurðin.
Ólíklegt að aðilar í Eyjamönnum ehf. taki tilboði í Vinnslustöðvarbréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 08:33
Liðsauki fyrir næsta tímabil
Frábært að ná að krækja í þessa leikmenn, ef ferlið klárast um félagaskiptin. Það er sagt að þetta séu ungir og efnilegir leikmenn, en ég segi þetta eru ungir og góðir ef ekki frábærir leikmenn. Menn vita að Ferguson hefur haft augastað á Nani, enda frábær kantmaður, en Anderson er rísandi stjarna í Evrópskum fótbolta. Chelsea var líka á höttunum eftir þessum leikmönnum en að sjálfsögðu völdu þeir rétt, enda engin spurning að þeirra mati að fara til stærsta klúbbs í enskri knattspyrnusögu og ríkjandi meistarar.
Anderson og Nani á leið til Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 23:08
Hvítasunnuhelgin
Hvítasunnuhelgi og má þar helst nefna, Dagar lita og tóna sem haldið
var í Akógeshúsinu en þar réðu Djassarar og blúsarar ríkjum eins og
áður. Síðan var Eyjafest heljarinnar mikil rokkhátíð með á fjórða tug
hljómsveita sem komu fram á Prófastinum og Lundanum. einnig var í gangi
golfmót og sjóstangveiðimót og síðan en ekki síst var mikil
fjölskyldudagskrá með ýmsum uppákomum svo sem gönguferðum
tuðrusiglingum og m.fl. Ekki skemmdi fyrir að það var blíðskapa veður
þessa daga en það er ekki oft um Hvítasunnuna, en heppnin var með
mönnum í ár, enda þáttaka í þessum viðburðum með miklum ágætum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 08:46
AC Milan Evrópumeistarar
Í gærkvöldi fór fram úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu eins og flest allir vita, og bar AC Milan sigur úr bítum, enda voru þeir staðráðnir í að láta leikinn ekki endurtaka sig frá 2005. Milan spilaði þennann leik skynsamlega og féllu ekki í Liverpoolgryfjuna, en eins og þjálfari Milan sagði þá er mikill munur á Liverpool og Man Utd knattspyrnulega séð en leikmenn Liverpool eru líkamlega sterkari og geta hlaupið endalaust, og ef lið fara að elta þá í þessari taktík þá hreinlega springa menn. Poollarar eru líka eithvað að væla út af fyrra marki Milan en ekki er nú annað að sjá að það sé fullkomlega löglegt enda geta Liverpool menn ekki alltaf verið með öll vafaatriði með sér. Einnig hefur komið fram sú gagnrýni hjá Liverpoolmönnum að Milan eigi ekki að vera í þessari keppni þar sem þeir fengu dóm í Seríu A vegna mútumáls, en Liverpoolmenn gleyma því að það þurfti að breyta reglum til að lauma þeim inn í meistaradeldina um árið. vegna þess að þeir unnu sér ekki þáttökurétt í Ensku deildinni, og þótti þetta algjört hneyksli, þannig að menn ættu að líta í eigin barm áður en þeir gagnrýna aðra.
Að lokum finnst mér svolítið athyglisvert að í úrslitaleiknum leika lið sem ekki eru í baráttu um titil í sýnu landi þannig að það sýnir að toppliðin eru í baráttu á mörgum vígstöðum og því verður þetta erfiðara fyrir þau heldur en kúbbar sem ekki eru inn í myndinni og geta verið að einbeita sér í æfingabúðum.
Glory AC Milan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 08:32
Ný ríkisstjórn
Að lokum óska ég þessari ríkisstjórn velfarnaðar í starfi og óska þess að hún eigi eftir að gera góða hluti fyrir landsmenn og þjóðarbúið í heild.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2007 | 16:42
Stjórnarmyndun og Framsókn í fýlu
Samfylkingar gangi vel, enda ekki við öðru að búast eftir því sem á
undan er gengið í yfirlýsingum á báða bóga. Þetta kemur mér ekki á
óvart enda tel ég að það hefði verið glapræði að fara út í
ríkisstjórnarsamstarf með aðeins eins þingmanns meirihluta, nóg að einn
fari í fýlu þá er allt upp í loft. En það sem mér fynnst mest koma á
óvart er þessi fýla sem Framsóknarflokkurinn er kominn , talar um
trúnaðarbrest og hvað eina. Mér sýnist þetta vera valdagræðgi af vestu
gerð að ætlast til að fara í ríkisstjór með svona fylgishrun á bakinu,
þannig að ég held að Framsóknarflokkurinn ætti að leggjast undir feld
og fara í naflaskoðun á sínu innra starfi og finna út hvað er að, og
nýta síðan næstu fjögur árin til að reyna að byggja flokkinn upp á
rústunum.
Segjast komin nær stjórnarmyndun og að góður andi sé í viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)