Samdráttur í þorskafla

Enn og aftur þarf að skera niður aflaheimildir á þorski sem er íhugunaefni um hvað er að klikka í þessari fiskveiðistjórnun okkar. Það er alltaf verið að skera niður en ekkert gengur að rétta við þorskstofnin þrátt fyrir þennann samdrátt. Einnig er mælt með minni afla á Ýsu og Ufsa samkvæmt tillögum hafró, og talað um tapaðar útflutningstekjur upp á fimmtán miljarða króna.
Sem gamall sjómaður hef ég ekki viljað trúa þessum sögusögnum um brottkast á fiski í sjómennsku nútímanns en svei mér þá, ég held að ég fari að skipta um skoðun því þetta er ekki eðlilegt að ekkert skuli ganga að reisa við þorskstofnin þrátt fyirir samdrátt í veiðum ár eftir ár.
mbl.is Hafró leggur til þriðjungs samdrátt í þorskafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband