Sjómannadagurinn

Þetta er ein af stóru helgunum í Eyjum Sjómannadagshelgin, enda skárra væri það nú í stærsta útgerðarplássi landsins. Herlegheitin hófust strax á fimmtudagskvöldið með söngkvöldi Árna johnsen og félögum það sem sjálfur KK kom meðal annars fram, en þessi skemmtun var haldin í Akógeshúsinu en þar sýnir jafnframt Viðar Breiðfjörð glæsileg málverk sín. Í gær var síðan dagskrá inn í Friðarhöfn þar sem margt var til skemmtunar fyrir unga sem aldna, og í gærkvöldi var síðan hátíðardagskrá í Höllinni þar sem boðið var upp á hlaðborð frá veisluþjónustu Gríms og síðan var skemmtidagskrá og að lokum tekið út með dansleik fram á rauða nótt þar sem hljómsveitin Dalton lék fyrir dansi. Í dag á sjálfan sjómannadaginn hófst dagskrá með Sjómannamessu í Landakirkju og síðan hefðbundin hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni sem stendur yfir nú. Í kvöld eru síðan fyrirhugaðir tónleikar með Dúndurfréttum, en það var að heyra nú rétt áðan að eithvað babb væri komið í bátinn vegna þess að það er ekki flug til Eyja eins og er, en vonandi rætist úr þessu.

SJÓMENN TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband