Færsluflokkur: Bloggar

Orustan um VSV

Manni brá í brún þegar maður heyrði af þessari atlögu að bréfum í
Vinnslustöðinni, sem talið er að komi frá hákörlum í íslenskum
sjávarútvegi. Sem betur fer létu heimamenn ekki á sér standa og boðuðu
til fundar sem gengið var frá samkomulagi rúmlega fimmtíu prósent
meirihlutaeigenda hlutafjár um rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. Ég tek
ofan fyrir þessu góða fólki sem reynir eftir bestu getu að vernda sinn
hlut og hag okkar Eyjamanna, því það er skelfilegt til að hugsa að
svona hákarlar nái meirihluta í Vinnslustöðinni það hefur sýnt sig víða
á landinu og er nýjasta dæmið sala kvóta frá Kambi á Flateyri fyrir um
7 milljarða króna og skelfilegt til þess að hugsa að hjá Kambi vinna um
1/3 hluti íbúa á Flateyri, þannig að svona hákarlar geta lagt heilu
sjávarplássin í rúst.

Vökuhelgi

Þá er erfið vökuhelgi að baki enda búið að vera óvenju mikið um að vera og mikið af fólki í bænum, enda alþjóðlegt stangveiðimót í gangi, kosningar og Eurovision. Í sambandi við Eurovision þá er eins og ég hef sagt áður, við eigum ekki orðið möguleika eins og fyrirkomulag keppninnar er í dag og eru flestir á því að það verði að breyta keppninni. Maður var þokkalega sáttu við úrslitinn en heldur hefði ég viljað sjá Ungverjaland í fyrsta sæti, fyrst við áttum ekki möguleika, en Bosnía sá fyrir því að Serbar unnu. Það sem ég er ánægðastur með er að í þessu tilfelli var það tónlistinn sem sigraði ekki nein múndering í kringum atriðið sjálft eins og sum lönd virðast fara áfram á.
Í sambandi við kosningarnar þá er maður bara nokkuð sáttur en  varaformaður Frjálslynd flokksins á  setningu helgarinnar að mínu mati, en fréttamaður spurði Magnús Þór hvað tæki nú við fyrst hann kæmist ekki á þing, svaraði hann: Ætli maður fari bara ekki að vinna !
Hann ber mikla virðingu fyrir störfum þingmanna hann Magnús.


East - Eurovision

 Jæja þá er draumurinn úti um að komast í úrslit í Eurovision í ár, en ég held að innst inni hafi  þetta  verið nokkuð vitað þar sem austur Evrópu löndin eru búin að hertaka þessa söngvakeppni og finnst mér þetta vara algjöt hneyksli t.d að Búlgaría hafi komist áfram með þessa hörmung þar sem flytjandinn hélt ekki einu sinni lagi. Mér fannst Eiríkur Hauksson og Ungverska sönkonan bera af sem söngvarar og einnig með bestu lögin þó mörg hafi verið góð, en meðan þetta fyrirkomulag er á keppninni þá eigum við Íslendingar ekki möguleika.  Það kom upp í fyrra sú umræða að skipta forkeppninni í tvenn, austur og vestur Evrópa og síðan ein úrslitakeppni og held ég að það verði að taka þetta fyrirkomulag upp annars verður þetta í þessum farvegi sem sagt gjörsamlega misheppnað.

ÁFRAM ÍSLAND ! 

 

 


Þing YEHÍ

Við hjónin erum búin að eiga yndislega helgi í góðum félagskap að hótel
Geysi, en þar héldum við yfirmenn í eldhúsum heilbrigðisstofnana okkar
aðalfund. Þetta var skemmtilegt þing eins og ávalt enda hópurinn
skemmtilegur og samstylltur. Við fengum í heimsókn góða fyrirlesara með
fræðandi erindi og fórum í heimsókn á staði þar sem stunduð er lífræn
ræktum. Einnig fengum við byrgja í heimsókn eins og ávalt, enda
nauðsynlegt að halda góður samstarfi við þá. Á þinginu var einnig opnuð
ný heimasíða félagsins sem ég hef verið að vinna að og er slóðin  www.yehi.is

Liverpool - AC Milan / Man.Utd

Þá er lokið fyrri undanúrslitaleik í mestaradeildinni með sigri Liverpool eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, en þarna fékk Múri loksins sínar vítaspyrnur sem hann er ávalt að væla yfir, en eins og maður hefur oft sagt við sára aðdáendur eftir leiki þegar þeir eru að röfla "við áttum að fá víti" það breytir nákvæmlega engu því það þarf að skora úr vítaspyrnunum og möguleikinn er 50 / 50.
Til hamingju Liverpool aðdáendur.


Góð helgi

Jæja það er búið að vera mikið að snúast hjá karli á undanförnu og það
er ekki að taka enda, heldur mikið framundan. Ég fór með Herjólfi upp á
land á föstudagsmorgun og á laugardagsmorgunin var maður mættur í
Kiwanishúsið í Hafnarfirði þar sem ég flutti smá erindi á
fræðsluráðstefnu umdæmissins. Það var vel mætt á þessa ráðstefnu
verðandi embætismanna hreyfingarinnar og heppnaðist hún í alla staði
mjög vel. Ég stoppaði stutt við á þessari ráðstefnu þar sem ég þurfti
að fara í Herjólf kl 12, sem tókst og síðan var maður mættur á
Vorfagnað í Kiwanishúsinu í Eyjum á laugardagskvöld, og það er fagnaður
sem ég vil ekki missa af , enda mikið lagt á sig til að mæta Um næstu
helgi þarf ég að vera kominn á Hótel Geysi en þar erum við yfirmenn í
eldhúsum heilbrigðisstofnanna með hið árlega þing okkar ásamt aðalfundi.

Sjö leikmenn frá

Þetta eru nú ekki góðar fréttir fyrir svona stórleik í
meistaradeildinni að vera með svona marga leikmenn frá og þá
sérstaklega varnalega, en eins og Ferguson þá verður bara að taka á því
og leikmenn sem væla yfir því að fá ekki tækifæri verða nú að sýna úr
hverju þeir eru gerðir og standa undir merki klúbbsins og gera eithvað
að viti. Menn í svona klúbbi eiga að hafa getuna til að leggja Ítalana
að velli.
mbl.is Sjö frá vegna meiðsla hjá Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu leikmenn ensku deildarinnar

Jæja þá er búið að velja bestu leikmenn ensku deildarinnar og voru mínir menn vægast sagt mjög áberandi en í liði ársins voru kjörnir aðeins 8 leikmenn, og eru náttúrulega Man Utd aðdáendur þokkalega ánægðir með þetta. Það kom nú reyndar mér á óvart að öll vörnin skyldi koma frá Utd, en það eru leikmenn og þjálfarar deildarinnar sem velja þessa leikmenn þanniga að heiðurinn er enn meiri fyrir bragðið. En það kom mér og fleirum ekki á óvart að Ronaldo skyldi vera valinn besti ungi leikmaðurinn og einnig  over all BEST LEIKMAÐUR DEILDARINNAR.
Til hamingju allir Man Utd aðdáendur.

Starfslaun Bæjarlistamanns

Ég sá að hljómsveitin Foreign Monkeys hefur hlotið starfslaun bæjarlistamanns Vestmannaeyja fyrir árið 2007. Ég vil taka ofan fyrir svona ákvörðun og þykir mér þetta sýna bæði hugrekki og framsýni að taka svo unga rokkara og gefa þeim þennan heiður sem svona útnefning er. Þetta á örugglega eftir að hvetja þessa ungu menn til dáða á tónlistarbrautinni um ókomna framtíð og held ég að þeir eigi eftir að gera góða hluti á komandi árum. Þess ber að geta að drengirnir voru ekki búnir að æfa saman nema í þrjá mánuði þegar þeir tóku þátt í músiktilraunum og sigruðu með glæsibrag.
Ég vil óska þeim Gísla, Boga, Bjarka og Víði til hamingju með þessa útnefningu.


Áfengissala um borð í Herjólfi

Ég er einn af þeim sem fagna með bæjarráði og fleirum um að taka um
sölu léttra áfengra drykkja um borð í Herjólfi. Áfengi er áfengi og
hægt að misnota það eins og annað, en það verður fyrst og fremst að
lýta á þetta mál sem bætta þjónustu og því ber að fagna. Maður hefur
séð skrif um hvort ætti að vera starfsmaður um borð sem myndi láta
farþega blása, sem sagt taka áfengisprufu af ökumönnum áður en þeir aka
frá borði, og er það eitt það vitlausasta sem ég hef heyrt, enda hef ég
alldrei farið á dansleik eða pöbb og verið látin blása við brottför eða
athugað hvort ég sé akandi eður ei, enda er þetta á ábyrgð hvers og
eins hvort þeir noti áfengi og vogi sér síðan að setjast undir stýri.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband