Vökuhelgi

Þá er erfið vökuhelgi að baki enda búið að vera óvenju mikið um að vera og mikið af fólki í bænum, enda alþjóðlegt stangveiðimót í gangi, kosningar og Eurovision. Í sambandi við Eurovision þá er eins og ég hef sagt áður, við eigum ekki orðið möguleika eins og fyrirkomulag keppninnar er í dag og eru flestir á því að það verði að breyta keppninni. Maður var þokkalega sáttu við úrslitinn en heldur hefði ég viljað sjá Ungverjaland í fyrsta sæti, fyrst við áttum ekki möguleika, en Bosnía sá fyrir því að Serbar unnu. Það sem ég er ánægðastur með er að í þessu tilfelli var það tónlistinn sem sigraði ekki nein múndering í kringum atriðið sjálft eins og sum lönd virðast fara áfram á.
Í sambandi við kosningarnar þá er maður bara nokkuð sáttur en  varaformaður Frjálslynd flokksins á  setningu helgarinnar að mínu mati, en fréttamaður spurði Magnús Þór hvað tæki nú við fyrst hann kæmist ekki á þing, svaraði hann: Ætli maður fari bara ekki að vinna !
Hann ber mikla virðingu fyrir störfum þingmanna hann Magnús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband