Færsluflokkur: Bloggar

Ósiður og tillitsleysi

Ég lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu um daginn að fá tvær stórar rispur á nýjan bíl. Atburðurinn átt sér stað um borð í Herjólfi, en bíllinn var settur upp á efra bíladekk (lyftuna) og af því eru tvær dyr. Þegar margt er með skipinu er frekar þröngt að komast inn á dekkið þar sem bílarnir eru allveg við dyrnar, en það virðist vera að fólk geti ekki beðið í nokkurar mínútur helldur þarf að troðast í framhjá bílunum og þá jafnvel heilu fjölskyldurnar með töskur og annað dót, þannig að það getur ekki annað en nuddað sér utan í bílana og þá eru rennilásar og annað sem rispa lakkið og eigendur sitja uppi með sárt ennið. Þegar svona þröngt er þá eiga farþegar að fara landganginn og bílstjórar eiga að fara á neðra bíladekkið og bíðan þangað til lyftunni er slakað niður, þá gerast ekki svona óhöpp.
Það kostar ekkert að sína smá þolinmæði og tillitssemi.

Man Utd - Roma 7 - 1

Ja.. hérna, hverjum hefði dottið í hug að sjá leik með þessum úrslitum
í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar. Ég gat ekki horft á
veisluhöldin þar sem ég var að skælast með Herjólfi, en þegar ég var að
keyra um borð í Þorlákshöfn þá heyrði ég í útvarpinu að staðan væri
orðin þrjú núll fyrir Utd og þegar ég kom heim var það fyrsta sem ég
gerði að kíkja á textavarpið og eins og ég sagðí maður trúði varla
eigin augum, en það var gaman að lækka aðeins gorgeirinn í Totti og
félögum. Í kvöld léku síðna Bayern og Milan og þeim síðarnefndu tókst
hið ómögulega að sigra 2 - 0 á útivelli, þannig að þarna er virkilega
sterkur andstæðingur sem við mætum í undanúrslitum. Í hinum leiknum
eigast síðan við Chelsea og Liverpool, og mundi ég segja að þetta sé
mikill sigur fyrir enska knattspyrnu að eiga þrjú lið af fjórum í
undanúrslitum meistaradeildar Evrópu.

Málverkasýning í Vélarsalnum

Ég fór í dag og skoðaði málverkasýninguna sem búið er að setja upp í
Vélarsalnum, en þar sýna nemendur Steinunnar Einarsdóttur verk sín. Á
sýningunni eru 114 verk efir 22 nemendur og segir það sig sjálft að þar
sem svo margir sýna er fjölbreytnin mikil svo sem olíumálverk,
pastelmyndir, vatnslitamyndir o.fl eftir listamenn á öllum aldri. Þetta
er árviss viðburður hjá Steinunni og hennar nemendum og er greinilegt
að listamönnunum fer mikið fram milli ára, og vil ég óska þeim til
hamingju með frábæra sýningu.

Samgöngur

Enn og aftur er verið að hræra í áætlun Herjólfs, búið er að breyta
áætlun á stórhátíðisdögum eins og föstudaginn langa, Páskadag og
Hvítasunnudag skipið átti að fara á áælun seinni ferðar eða kl 16.00
frá Eyjum og 19,30 frá Þorlákshöfn, en það er búið að breyta
þessu  eins og fyrri ferð alla daga eða frá Eyjum kl 8,15 og frá
Þorlákshöfn kl. 12.00. Maður hefur heyrt töluverðar óánægju raddir
vegna þessa breytinga, sem von er þegar fólk er búið að plana
eihvað  þá koma svona breytingar sér illa. Sjálfur er ég að fara
upp á land eftir páskahelgina og meðan ég var niður á afgreiðslu að
sækja farseðlana þá komu þrír aðilar sem þurftu að komast með
þriðjudagsferðinni, en allt fullbókað. Mér sýnist svo að það fari að
vera gundvöllur fyrir því að panta og kaupa pláss og selja síðan á
svörtum markaði, þá verða þeir kanske ánægðir samgönguráðherra og hanns
menn. Svo er spurning hvort við Eyjamenn getum ekki notað okkur
ástandið (kosningar í vor) til að herja á þessa frambjóðendur og fá
öflugt stórt skip nú þegar eða strax til að brúa  bilið þangað til
framtíðar lausn fæst á samgöngumál okkar Eyjamanna.

Portsmouth - Man Utd.

Djö.......sjálfur þetta var nú óþarfi að láta traktorsgengið frá
Stamford bridge komast svona nálægt okkur í baráttunni, en svona er
boltinn og þetta hleypir bara meiri spennu í þetta, því þessi tvö lið
virðast bera af í ensku deildinni , en samt algjör óþarfi að tapa fyrir
Porsmouth og hvað þá að gera sjálfsmark, eða er meistaraheppnin að
yfirgefa okkur, en það er deginum ljósara að hún þarf að vera með í
þessari baráttu. En þar er ekket annað að gera en að þjappa sér saman
og klára deildina sem búið er að leiða í allan vetur. Ég er ekki
hrifinn af allskyns afsökunum eins og mikið er orðið um í leikslok í
ensku deildinni en Feguson sagði að leikurinn við Róma hefði setið í
mönnum enda erfitt að að spila einum færri í svona langan tíma, en
þessir menn eru þokkalega launaðir og ættu því að geta unnið fyrir
þessum launum sínum, það þurfa menn að gera í öðrum vinnum ef einn
fellur frá.

Roma - Man Utd.

Jæja mínum mönnum tókst eitt aðal ætlunarverkið í Róm og það var að skora mark, en lítið markvert gerðist í leiknum sjálum fyrr en að Paul Scholes fékk að sjá rauða spjaldið, eftir það var Roma sterkari aðilinn í leiknum sem endaði með sigri Roma 2 - 1  en möguleikar Man Utd ættu að vera nokkuð góðir því útivallarmarkið er það mikilvægt.  

En svarti bletturinn á þessum leik var á áhorfendapöllunum, enn og aftur er ekki hægt að leika knattspyrnu á Ítalíu án þess að allt verði vitlaust á pöllunum og þetta er hlutur sem verður að taka enda, og á ekkert skylt með íþróttum. 


Gíslamálið

Jæja þá er gíslamálinu á milli Írana og Breta lokið og er það mín
skoðun að Íranar hafa fengið það sem þeir vildu út úr þessu, en það var
að kaupa sér frest til athafna í kjarnorkumálum. Maður sér það á
borðinu að  síðan þeir tóku þessa gísla fyrir 15-16 dögum hefur
ekki verið minnst á kjarnorkumál þeirra, en þetta alvarlega brölt
þeirra hefur allveg horfið í skuggann af gíslamálinu. þá er spurningin
? Hvað voru þeir að bralla á meðan ? var þetta ekki bara yfirvarp til
þess að geta lokið einhverju verkefni af án þess að ekki tekið eftir af
alþjóðasamfélaginu.

Enn bætist við Eyjaflotann

Í morgun kom til heimahafnar í Eyjum Gullberg Ve 292 nýtt togskip í
viðbót við flotann. Skipið er hið glæsilegasta og vel búið tækjum, og
aðstaða fyrir áhöfn til fyrirmyndar. Það er Ufsaberg sem  kaupir
skipið og gerir út en fyrirtækið seldi gamla Gullbergið til
Vinnslustöðvarinnar en það skip var nóta og togskip og eingöngu gert út
til veiða á uppsjávarfiski, en nýja skipið fer til bolfiskveiða. Skipið
reyndist vel á heimleiðinni og er stefnt að halda til veiða eftir 10
til 15 daga þegar búið verður að setja aðgerðarkerfi frá Vélsmiðjunni
Þór hér í Eyjum og ganga frá kælum í lest. Ég vil óska eigendum og
áhövn til hamingju með þetta glæsilega skip, en þetta verður án efa
vítamínsprauta fyrir bæjarfélagið og ekki amalegt að fá nýtt skip á
viku í flotann, og eftir því sem frétti herma eru þrjú ný skip í smíðum
eða á teikniborðinu.

Fátækt í Mongólíu

Ég var eins og svo margir að horfa á fréttaskýringaþáttinn Kompás á stöð 2 í gærkvöldi, og var umfjöllunin fátæk börn í Mongólíu. Manni varð mikið um að sjá þessi blessuð börn hýrast ofan í ræsum borgarinnar í þessum mikla kulda sem þarna er, en þarna hafa þau þó yl frá heitavatnsleiðslum borgarinnar. Ryðmengað vatn lak þarna úr rörum sem börnin notuðu til þess að hita upp núðlur og annað til að nærast á. Einnig var sýnt frá hverfi fátækra með kofaræksnum og tjöldum, en þegar hirðingjar koma af gresjunni þegar mesti kuldinn er þá búa þarna yfir 500 þúsund manns í fátækt og mikilli eymd. Og svo erum við að kvarta og kveina jafnvel yfir því að eiga ekki nýtt Plastma sjónvarp eða bíl til að fara á milli húsa, en ég er nokkuð viss um að ef við lentum í svona aðsæðum eins og þessi blessuð börn þá gætum við ekki bjargað okkur á sama máta, við myndum leggjast í kör og gefa upp öndina.


Álver og kosningar

Jæja þá hafa Hafnfirðingar gengið að kjörborðinu kosið um stækkun árvers í Straumsvík. Kosningaþáttaka var frábær hjá þeim eða um 76% þannig að það er ekki annað að sjá en bæjarbúar hafi áhuga á málefninu. En úrslit kosninganna urður þau að bæjarbúar höfnuðu stækkun með minnsta mun og er ekki annað að sjá en bærinn sé klofinn til helminga í þessu máli. Hvernig skildi framvindun mála verða mér finnst þetta svona svipað að við myndum flæma Vinnslustöðina eða Ísfélagið úr bænum og þá held ég að ekki væri björt framtíðin hjá okkur Eyjamönnum, en bæjarbúar Hafnarfjarðar þeir taka sína lýðræðislegur ákvörðun og standa og falla með henni, en búast má við að það vænkist hagur Reykjanesbæjar við þessi tíðindi og meiri líkur á að álver rísi í Helguvík.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband