Færsluflokkur: Bloggar
31.3.2007 | 22:36
Kiwanis - snóker
tómstundastarfsemi í kjallara hússins okkar, en í gærkvöldi lauk
Kiwanismeistaramótinu þar sem gamli refurinn Páll Pálmason sigraði og
óska ég Páli innilega til hamingu en þetta er frábær árangur hjá karli
þar sem hann er að stíga upp úr efriðri aðgerð. Í öðru sæti varð Magnús
Benónýsson nýliði hjá okkur en ansi efnilegur spilari og sjálfsagt
reynslunni ríkara eftir baráttuna við Pál og í þriðja sæti varð
Sigurður vinur minn Sveinsson og óska ég þessum köppum til hamingju.
Þetta mót var það síðasta af sex sem leikin eru yfir vetrartímann en nú
er að fara að vora og menn komnir með hugann við golfið. Við erum ekki
eini klúbburinn með góða aðstöðu en það eru snókerborið í klúbbum
Oddfellow manna , Akóges og Frímúrara, enda er eitt mót okkar Olísmótið
sem leikið er í janúar keppni á milli kúbba. Þetta er ansi skemmtilegt
fyrirkomulag og tengir klúbbanna vináttuböndum enda var næsta mót á
eftir þessu Tvistmótið haft opið og eru alltaf félagar frá Oddfellow og
Akóges þáttakendur í þessu móti. En það má sjá allt um snókerinn hjá
okkur á heimasíðu Helgafells http://helgafell.eyjar.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 08:40
Jarðgöng
Nú herma fréttir að byrjað sé að bora aftur fyrir austan og þá aðrennslisgöng Jökulsárveitna. Þessi bor sem nú er að fara af stað vann í aðrennslisgöngunum milli Hálslóns og Fljótsdals en var stöðvaður í október s.l og tekinn í sundur. Nú er búið að setja ferlíkið aftur saman með tilheyrandi viðhaldi og hann sem sagt farinn að bora aftur. Bora á með honum tæpa 9 kílómerta og á því verki að vera lokið um mitt sumar 2008. Þá er spurning fyrst þetta tekur ekki nema 5 mánuði að rífa gripinn í sundur, sinna almennu viðhaldi og endurnýja og setja hann aftur saman hvort ekki eigi að senda hann niður að Krossi í Landeyjum í byrjun árs 2009 og láta kvikindið skjótast út í EYJAR málið dautt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 08:40
Spánn - Ísland
Þeir stóðu í stöngu í gærkvöldi landsliðsmenn okkar á knattspyrnuvellinum á Mallorca við erfiðar aðstæður, grenjandi rigning og sterkir Spánverjar. En okkar menn börðust eins og ljón og getum við verið stolt af strákunum okkar þó svo að sigur hafi ekki unnist, en Spánverjar náuðu ekki að skora fyrr en á 81 mínútu sem segir að varnarleikurinn var sterkur og Árni Gautur var fyrna sterkur í markinu. Næsti leikur Íslands í keppninni verður á heimavelli 2 júní í sumar og vonandi náum við í 3 stig þar.
Áfram Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2007 | 09:32
Guðmundur bróðir fertugur
og hélt kappinn upp á afmælið sitt með pompi og prakt að heimili sínu
um síðustu helgi . Þarna voru mættir vinir og fjölskylda og allir með
góða skapið í farteskinu. Eins og bróður er von og vísa voru glæsilegar
veitingar á boðstólum og stóð gleðin fram á nótt. Mikið var að gerast í
skemmtannalífi Eyjamanna þessa helgina, Hippahátíð, afmæli, Önglakvöld
o.m.fl. Ég mun byrta myndir hér á síðunni seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)