Stjórnarmyndun og Framsókn í fýlu

Svo virðist sem að stjórnarmyndurnaviðræður Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar gangi vel, enda ekki við öðru að búast eftir því sem á
undan er gengið í yfirlýsingum á báða bóga. Þetta kemur mér ekki á
óvart enda tel ég að það hefði verið glapræði að fara út í
ríkisstjórnarsamstarf með aðeins eins þingmanns meirihluta, nóg að einn
fari í fýlu þá er allt upp í loft. En það sem mér fynnst mest koma á
óvart er þessi fýla sem Framsóknarflokkurinn er kominn , talar um
trúnaðarbrest og hvað eina. Mér sýnist þetta vera valdagræðgi af vestu
gerð að ætlast til að fara í ríkisstjór með svona fylgishrun á bakinu,
þannig að ég held að Framsóknarflokkurinn ætti að leggjast undir feld
og fara í naflaskoðun á sínu innra starfi og finna út hvað er að, og
nýta síðan næstu fjögur árin til að reyna að byggja flokkinn upp á
rústunum.
mbl.is Segjast komin nær stjórnarmyndun og að góður andi sé í viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband