Ný ríkisstjórn

Þá er búið að mynda nýja ríkisstjórn Íslands upp úr tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Mér líst nú bara vel á afkvæmið og fátt sem kom manni á óvart í ráðherravali, þá kanske helst að Ásta Möller skyldi ekki hafa fengið Helbrigðisráðuneytið en annars finnst mér þetta svolítið klisjugjarnt og leiðinlegt tal um þessa kynjaskiptingu þar sem mér finnst að reynsla og hæfni einstaklingsins eigi að ráða umfram allt annað, konur verða bara að stíga fram og reyna að koma sér ofar á framboðslistana en nóg er af konum í landinu, og ef konur kjósa konur þá er þetta vandamál úr sögunni. Annað sem mér finnst nokkuð gott í þessari stjórn er það, að þeir einstaklingar sem hafa haft sem hæst í stjórnarandstöðu fengu þau ráðuneyti sem þeir gagnrýndu sem mest þannig nú er um að gera að standa við stóru orðin.
Að lokum óska ég þessari ríkisstjórn velfarnaðar í starfi og óska þess að hún eigi eftir að gera góða hluti fyrir landsmenn og þjóðarbúið í heild.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband