Rússagrýla

Hún ætlar að vera seig blessuð rússagrýlan, en ég hélt að eftir að
Sovétríkin liðuðust í sundur þyrfti frekar að hafa áhyggjur af
Rússnensku mafíunni heldur en Rússum sem herveldi. Jú þeir eiga að vísu
kjarnorkuvopn ennþá, enn allt annað sem hervæðingu fylgir virðist nú
vera gamalt og úrelt drasl. Mér finnst nú meira áhyggjuefni þessar
grenjuskjóður vestanhafs og yfirgangur þeirra yfir önnur ríki, þar sem
þeir þykjast vera að hjálpa öðrum ríkjum en eru óvelkomnir allstaðar
enda bara að vernda eigin hagsmuni. Maður sá best í
fréttaskýringarþættinum 60 mínútum þar sem allur þátturinn fjallaði um
heimavarnarlið Iowa sem voru ansi kokhraustir og buðust til farar til
Íraks, en eftir tveggja ára veru þar er komið annað hljóð í strokkinn
og sögðu þeir berum orðum, við erum óvelkomnir hér. Málið er nú það að
mikið af Bandaríkjamönnum veit ekki hvað stríð er þar sem aldrei hefur
verið barist í Bandaríkjunum þá sérstaklega í hvorugri
heimstyrjöldinni, svo þegar þessir blessuðu menn eru sendir úr landi
til að berjast fyrir "land sitt" þá koma þeir heim sem algjörar
taugahrúgur og dópistar.
mbl.is Pútín hótar mótaðgerðum komi Bandaríkjamenn upp eldflaugavarnakerfi í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband