Færsluflokkur: Bloggar

Sumarlok

Til hamingju með daginn góðir Íslendingar nær og fjær og verið nú
duglegir að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins þó það fari nú sennilega
lítið fyrir því hjá mér þar sem ég er að vinna. Í gærkvöldi var
stórdansleikur í Höllinni með hljómsveitinni Klaufum, en aðaltilefni
þessa kvölds var kosning á Sumarstúlku Vestmannaeyja með pompi og
prakt, einnig var valin ljósmyndafyrirsæta, sportstúlkan og vinsælasta
stúlkan. Það var síðan Anna Ester sem stóð uppi sem sigurvegari og er
því Sumarstúlka Vestmannaeyja 2007, og vil ég óska henni og hinum
stúlkunum innilega til hamingju. En í framhaldi af þessu þá varð maður
frekar undrandi þegar maður sá viðburðin auglýstan að þarna væri á
ferðinni síðasti dansleikur sumarsins, þannig að það fór um mann
hálfgerður hausthrollur og sumarið rétt að byrja. Þetta er nú orðið
hálf sveitalegt nema þeir enda með réttarballi til sveita þegar hausta
tekur, en sumarlok eru ekki um miðjan júní.

Gott gæti verið betra.

Mér finnst þett vera gott frumvarp og nokkuð í áttina til að bæta kjör
þeirra sem hafa skilað sínu í gegnum tíðina, en samt finnst mér þetta
ekki ganga nógu langt, sérstaklega vegna þess að flestir hætta að vinna
um sjötugt. Það eru dæmi þess að fólki hefur verið sagt upp um leið og
það er orðið 67 ára í einkageiranum en hjá hinu opinbera er fólki leyft
að vinna áfram til sjötugs. En eru þeir sem eru á þessu bili 67 til
sjötugs ekki útundan sérstaklega vegna þess að þetta er stærsti hlutinn
sem virkilega gæti nýtt sér þessa breytingu, og því nú ver og miður þá
fer heilsunni oft að hraka eftir sjötugt og því ekki hægt að nýta þetta
með því að komast út á vinnumarkaðinn. Þess vegna mætti þetta frumvarp
ganga lengra og hafa meiri áhrif heldur en bara á atvinnutekjur og
miðast við 67 ára aldurinn.
mbl.is Tekjur sjötugra og eldri skerða ekki almannatryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spöss

Ég er nú ekki rosalega vel að mér í NBA körfuboltanum, en fylgist svona aðeins með úr fjarlægð, en mér er spurn er þetta sama úrslitakeppnin og þeir eru með á Sýn því þar er verið að sýna um þessar mundir úrslitakeppni í körfuknattleik þar sem eigast við Cleveland og Spöss, ég veit ekki, kanske er þetta sama keppnin bara ekki réttur framburður eða latmælska, það getur ruglað menn oft á tíðum.
mbl.is San Antonio Spurs er með vænlega stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig slapp hann ?

Hvernig slapp þessi frá allri ofveiðinni. þetta hefur sennilega verið
baráttuhvalur af Moby Dick ættinni, en ekki myndi ég nú vilja éta þetta
kvikindi sennilega ólseygur og bragðvondur. Eins og staðan er í dag þá
virðist þetta hvalkjöt sem til er hér á landi ná sama aldri ef ekkert
gerist í sölumálum, og eins og sjávarútvegsráðherra sagði í gær þá er
þessum veiðum sjálfhætt ef ekkert gerist í markaðsmálum og þá verður
svona frétt um aldur hvala ekkert fréttnæmt frekar en hvalreki.
mbl.is Aldargamalt skutulsbrot fannst í hval sem veiddist við Alaska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins

Loksins kom eithvað almennilegt upp á borðið, maður er nefnilega búinn að vera að leita að sumarhúsi eða íbúð á viðráðanlegu verði, og þarna sé ég ekki annað en maður hafi dottið í lukkupottinn.

Þvílíkt RUGL ! fyrir hvað er maður að borga í Skuggahverfinu og hvað skyldi þessi íbúð kosta í Breiðholtinu eða í Hafnarfirði ? Örugglega ekki 230 MILLJÓNIR .   Mætti ég frekar byðja um þetta útsýni í mínu sumarhúsi.

P6102031


mbl.is Dýrasta íbúðin á 230 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónsmessugleði

Þá styttist í Jónsmessuna en nú er hún á besta tíma aðfaranótt sunnudags. Hér áður var mikil gleði í Eyjum þessa helgi og bærinn og þá sérstaklega gamla hraunið yðaði af lífi og síðan var í restina tekið úr með balli, fyrst úti á Breiðabakka og síðan í Herjólfsdal. Undir það síðasta var farið að vera með ball niður í bæ, t.d í vestur enda Skvísusunds og í Fiskiðjuportinu, en þá fór að draga úr mætingu á þennann annars skemmtilega viðburð og einungis unglingar sem létu sjá sig, en eithvað er um fyrirtækjagrill ennþá. Mér datt í hug fyrst það stendur svona vel á þessa helgina hvort það ætti ekki að rífa þessa Jónsmessugleði upp aftur með krafti og lífga svolítið upp á tilveruna. Við eigum frábærar hljómsveitir hér í bænum svo ekki þarf að leita langt yfir skammt í þeim efnum, þannig að nú er bara um að gera að telja í og byrja að undirbúa Jónsmessugleði 2007.

Hádegisviðtal við Hemma Gunn

Ég horfði á hádegisviðtalið á stöð 2 við Hemma Gunn og að sjálfsögðu
var verið að ræða um landsliðið okkar í knattspyrnu. Ég var rosalega
ánægður með Hemma í þessu viðtali enda þarna fer reyndur maður í
bransanum, hann var ekki á því að rífa þetta niður með ósangjarni
gagnrýni eins og íþróttafréttamenn Sýnar eru að gera, mála skrattann
upp um alla veggi þegar illa gengur, en ættu frekar að reyna að peppa
þetta upp því það er ekki eins og þetta hafi verið síðasti landsleikur
Íslands í knattspyrnu. Ég er þeirra skoðunar að við erum löngu búinir
að klúðra stöðu okkar í þessum riðli og þá á að nota tækifærið og leyfa
ungum mönnum að spreyta sig og koma síðan sterkir inn í næsta verkefni.
Það hefst ekkert upp úr því að kenna þjálfaranum um allar ófarirnar,
því eins og Hemmi Gunn sagði þá var hann á vellinum á móti Lichtenstein
og hann heyrði engin hvatningarhróp, heldur byðu allir eftir einhverjum
skandal svo hægt væri að byrja að nagast út í allt og alla.

Vonbrigði

Ekki fór nú þessi blessaði landsleikur okkar eins og við hefðum óskað okkur, en ef maður er raunsær þá vitum við það að von til að vinna Svía á þeirra heimavelli er náttúrulega bara bilun því munurinn er það mikill á þessum liðum, en ekkert gekk upp hjá Íslenska liðinu í kvöld og ekki snefill af heppni með okkur, en er þá bara ekki að gera betur næst. Ég horfði á viðtölin eftir leik á Sýn og mikið skelfing er hann nú misheppnaður hann Gaupi rétt eins og flest allir íþróttaféttamenn þessarar stöðvar. Hann talar um að Eyjólfur eigi að segja af sér ok, sitt sýnist hverjum og svo sagði hann er nokkuð vit í að henda ungum óreyndum leikmönnum út í djúpu laugina í svona erfiðann útileik. Hvað hefði Gaupi sagt ef það hefði bara verið eldri og reyndari leikmenn inni á vellinum, þá hefði karlrassgatið sagt hefði nú Eyjólfur ekki átt að nota frekar unga og spræka leikmenn í staðinn fyrir þessa sleða, já það er alltaf gott að vera vitur eftirá. Síðan var karlinn alltaf að reyna að fá viðmælendur sína Willum Þór og Heimir Guðjóns til að samþykkja að þjálfarinn ætti að segja af sér og sárvorkenndi maður þeim að sitja undir þessum spurningum frá karlinum, enda fannst manni á svipbrigðum þeirra að þeim hundleiddist.

ÁRAM ÍSLAND ! 


mbl.is Eyjólfur: „Ég á mikið verk óunnið með þetta lið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan um VSV

Þá er komið formlegt samkeppnistilboð í hlutafé Vinnslustöðvarinnar frá
Stillu sem er í eigu þeirra Brimbræðra, en vonandi verður mikil stilla
yfir viðskiptum í bréf Vinnslustöðvarinnar fram til kl 16.00 þann 23
júlí þegar þetta tilboð rennur út, og Vinnslustöðin verði áfram í
meirihlutaeigu Eyjamanna.
mbl.is Stilla gerir formlegt samkeppnistilboð til hluthafa Vinnslustöðvarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðtal í Kastljósi

Ég horfði á móðir Kalla Bjarna í Kastljósinu í kvöld og maður finnur
mikið til með fjölskyldu Kalla Bjarna, en hann á greinilega góða að þar
sem móðir hans er, því húm kom mjög vel fyrir í þessu viðtali og sýndi
mikinn styrk. Ég get vel trúað þessu sem hún sagði með blankheitin og
að hann hefði ekki getað fjármagnað svona kaup einn og sér, en vonandi
kemur sannleikurinn upp á borðið. Það er örugglega þung refsing við því
að flytja svona mikið magn inn, og ef satt reynist að hann hafi verið
tilneytt burðardýr í þessu tilviki fynst mér að það ætti að taka vægar
á fangelsisdómi, og láta hann frekar vinna góð verk í þágu samfélagsins
til dæmis sem forvarnarfulltrúi, því jú hann er þekktur og gæti haft
góð áhrif á ungdóminn með því að skýra frá þessari ógæfum sem hann
hefur lent í og skapað sínum nánustu.
mbl.is Segist telja að fíkniefnasmygl hafi verið vegna fíkniefnaskuldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband