Jónsmessugleði

Þá styttist í Jónsmessuna en nú er hún á besta tíma aðfaranótt sunnudags. Hér áður var mikil gleði í Eyjum þessa helgi og bærinn og þá sérstaklega gamla hraunið yðaði af lífi og síðan var í restina tekið úr með balli, fyrst úti á Breiðabakka og síðan í Herjólfsdal. Undir það síðasta var farið að vera með ball niður í bæ, t.d í vestur enda Skvísusunds og í Fiskiðjuportinu, en þá fór að draga úr mætingu á þennann annars skemmtilega viðburð og einungis unglingar sem létu sjá sig, en eithvað er um fyrirtækjagrill ennþá. Mér datt í hug fyrst það stendur svona vel á þessa helgina hvort það ætti ekki að rífa þessa Jónsmessugleði upp aftur með krafti og lífga svolítið upp á tilveruna. Við eigum frábærar hljómsveitir hér í bænum svo ekki þarf að leita langt yfir skammt í þeim efnum, þannig að nú er bara um að gera að telja í og byrja að undirbúa Jónsmessugleði 2007.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband