Færsluflokkur: Bloggar
28.6.2007 | 14:12
http://eyjar.blog.is
Það sést á öllum þessum bókunum hvað ástandið er orðið slæmt í samgöngumálum okkar Eyjamanna því það er nánast útilokað að komast upp á land fyrirvaralaust um helgar og nánast alla daga vikunar á þessum álagstíma sem nú er í gangi og verður nánast út ágúst. Það verður eithvað að fara að gerast í þessum málum nú þegar eða strax, því þótt það sér frábært að búa í Eyjum þá á maður skyldmenni og vini á fasta landinu sem maður vill heimsækja og þau að heimsækja Eyjarnar en svona ferðalög þarf að vera búið að plana með löngum fyrirvara. Ég vil benda fólki á að það er komin ný síða í loftið http://eyjar.blog.is þar sem hægt er að láta sínar skoðanir í ljós með því að skrifa undir linknum athugasemdir, við hverja frétt.
Nú er um að gera að láta skoðanir sínar í ljós.
Herjólfur fer næturferðir í þessari og næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 09:22
Sullað á Laugardalsvelli
og ég held að flest allir viti og heimsæki ég hana allavega einu sinni
á dag, en nú var mér verulega brugðið þegar maður sá fréttina um
handtöku stuðningsmanna FH á leiknum við Val í gærkvöldi. Þegar maður
fór að lesa þessa frétt varð manni enn meira brugðið yfir ástæðu
þessarar uppákomu, jú blessað fólkið var bara að fá sér bjór og það er
víst bannað nema fyrir þá sem hafa efni á því, sem sagt að vera í VIP
stúku. Fáranleg stéttaskipting þetta, annað hvort á að vera algjört
áfengisbann á vellinum eða þá að þeir sem áhuga hafa á því að fá sér
öllara geri það. Annars er gamla góða klisjan alltaf góð "áfengi og
íþróttir fara ekki saman"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2007 | 09:58
Aukaferðir Herjólfs
Jæja þá er loksins búið að ákveða aukaferðir Herjólfs, en það er aðeins núna yfir næstu tvær helgar þ.e.a.s Shellmótið og Goslokahelgina. Eithvað gengur erfilega að semja um þessar 20 ferðir sem ríkisstjórnin var búin að ákveða en eins og oft áður þá strandar málið á peningum, sem lítið virðist vera til af hjá einni af ríkustu þjóðum heims. Ef eithvað er að marka fréttir af þessu máli þá fer Eimskip fram á þrjár milljónir fyrir hverja ferð en ríkið áætlaði fimmtán hundruð þúsund og þóttust menn þar á bæ vera heldur ríflegir í þessari áætlun sinna, en það var að heyra á samgönguráðherra í sjónvarpsviðtali að hann vissi ekki að þetta væri svona dýrt, hvað er að mönnum !
Nú er rétt að taka sig saman í andlitinu og drífa í að klára þetta mál og það strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 12:44
Á förum frá West Ham
hvaða lið hann er orðaður við þá líst honum vel á klúbbinn og segist
passa vel inn í leikstílinn. Þetta er hann búinn að segja um öll lið
sem hann hefur verið orðaður við og eru þau ófá.
Tevez til Arsenal? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2007 | 08:34
Sterkur riðill.
hefðum við sjálfsagt geta verið heppnari. Frakkarnir verða
illviðráðanlegir en við verðum bara að taka Svíana og ætti nú eftir
síðustu viðureign að vera búið að kveða Grýlu gömlu niður, þannig að
við verður bara að bóka sigur þann 17 jan og vinna síðan Slóvaka líka,
annars er því haldð fram að það dugi að vinna einn leik til að komast í
milliriðil, en við verður að vona það besta.
Ekkert hægt að væla yfir þessu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 08:31
Leikið með hjartanu.
við Serbíu í gærkvöldi, ekki bara út af frábærum leik hjá vel þjálfuðu
Íslensku liði heldur varð það dugnaðurinn og leikgleðin sem vakti upp
bæði gleði og stolt hjá manni því þarna voru á ferðinni leikmenn sem
spiluðu með hjartanu fyrir þjóð sína. Þótt aðsóknarmet hafi verið
slegið þá fynnst manni alltaf hálf ömulegt að sjá stúkuna tóma öðru
meginn sérstaklega vegna þess að þetta snýr alltaf beint að
sjónvarpsvélunum þannig það er eins og það sé verið að leika á tómum
vellinum. Annað hvort þarf að færa sjónvarpsvélarnar hinum meginn á
völlinn eða allir að mæta og fylla völlinn, sem ég efast ekki um að gerist á næsta heimaleik.
Í framhaldi af þessum frábæra árangri þá held ég að KSÍ verði að fara
að taka sig saman í andlitinu og hlúa betur að kvennaboltanum með auknu
fjármagni og þá mætti nú fara eftir árangri og minka fjársteymið til
karlaliðsins meðan þeir leika eins og þeir hafa verið að gera, maður
veit að það er stundum alltof miklar kröfur gerðar til þeirra, en það
er lágmark að leika af gleði og með hjartanu þegar spilað er fyrir þjóð
sína.
Úrslitin framar björtustu vonum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 09:32
Slæmt gengi í Frostaskjóli
Þess vegna finnst manni skjóta svolítið skökku við að ungir strákar skuli fara frá klúbbnum vegna þess að þeir fái ekki séns og það er verið að taka inn gamla atvinnumenn sem er komnir heim og nokkurn veginn búnir á því, vegna þess að það er búið að taka mestu teygjuna úr þeim erlendis.
Teitur: Mín staða óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 22:49
46 dagar í Þjóðhátíð Vestmannaeyja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 01:10
Hvar er í gangi.
þessi hverfasamtök frá Liverpool ættu að líta í eigin barm, þeir fengu
annann Argentínumanninn Mascerano frá West Ham sem þótti í meira lagi
skrýtið og þeir gátu allstaðar kríjað út undanþágur til að fá
leikheimild fyrir hann meira að segja í meistaradeildinni. Já það hefur
lengi loðað skítalyktin við þennann klúbb.
Liverpool styður Sheffield United gegn West Ham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 16:38
Hvatning
Það er hefð hjá forsetaembættinu að veita hina íslensku fálkaorðu á Þjóðhátíðardegi okkar 17 júní. Mér finnst þetta góður siður því það er nú einu sinni þannig að sálartetrið þarfnast hvatningar og uppörvunar og ekki síst viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Aftur á móti kemur stundum upp sú gagnrýni hverjir frá orðu og hverjir ekki og þessi hefði átt skilið að fá orðu í ár en ekki þessi ,en svoleiðis gagnrýni er aðalega í nösunum á fólki og þá aðallega vegna smá öfundar.
Ég vil óska þessu heiðursfólki sem fékk fálkaorðuna í dag innilega til hamingju.
Fálkaorðan veitt á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)