Færsluflokkur: Bloggar

15 dagar.

Þá eru aðeins 15 dagar í Þjóðhátíð og mikill fýlingur í fólki. Það virðist sem mikill straumur fólks ætli að leggja leið sína til Eyja ef eithvað er að marka fjölmiðla, en dagskráin er  fullmótuð og hæg heimatökin fyrir fólk að fara inn á www.dalurinn.is til að kynna sér Þjóðhátíðina og dagskrá hennar. Um helgina verður Eyjakvöld á Players í Kópavogi og er það tilvalin skemmtun til þess að hita upp og koma sér í gírinn, en manni skylst að það sé frábær stemming yfir þessu kvöldi og verst að vera ekki í bænum til þess að kíkja á teitið.
Veðrið skiptir alltaf miklu máli á svona útihátíðum (misjafnlega mikið þó vegna þess að  það bítur ekkert á þessa hörðustu) og hef ég verið að skoða langtímaspár á netinu, og hef ég  eina undir höndum sem nær að vísu bara  fimmtán daga og þar segir að það eigi að vera væta á miðvikudag og fimmtudag en síðan á að byrja að létta til á föstudeginum. Þessa veðursíðu hef ég notað s.l fimm ár og hefur hún staðist að stærstum hluta, en jú það er nú ekki mjög gott að spá svona langt fram í tímann, en við sjáum til og vonum það besta.

Mikið var !

Já maður segir mikið var, að hin eina sanna Logaplata  var endurútgefin á geisladisk. Þessi gripur er löngu orðinn sígildur, og án þess að ég vita það með vissu þá heitir platan Mikið var vegna þess  að þegar hún var gefin út á sínum tíma þá voru aðdáendur Loga búnir að bíða ansi lengi eftir því  að það kæmi efni frá hljómsveitinni á vínil. Á nýju útgáfunni eru þrjú aukalög, tvö af smáskífu sem kom út rétt eftir gosið á Heimaey lögin Minning um mann og Sonur minn, og síðan er lagið Vægðu mér sem er gamall Stones slagari með texta eftir Þorstein Eggertsson. Þetta nýja lag er í frábærum flutningi peyjanna, vel rokkað og töff með góðum gítarriffi. Svei mér þá ég held að þessir peyjar séu bara að verða betri og betri.

Til hamingju Logar og allir aðdáendur. 


Hvaða rugl er þetta?

Þessa könnun dregur maður stórlega í efa, því ég trúi ekki að við
Íslendingar séum hamingjusamastir í Evrópu og þótt víða væri leitað. Þó
það sé margt sem við getum verið hamingjusamir með þá er gjörsamlega
valtað yfir okkur á öðrum sviðum t.d með sköttum, tollum, vöxtum.
álagningu og svo mætti lengi telja. Þetta sér maður á samanburði við
verðlag og vexti í öðrum löndum, þannig að ég gæti trúað að
stjórnmálamenn og ýmsir stjórnendur væru hamingusamastir hér á landi
því það virðist vera hægt að bjóða landanum allann fjan.... án þess að
við rísum upp og mótmælum.
mbl.is Íslendingar hamingjusamastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar Oddur látinn

Enar Oddur Kristjánsson er látinn, manni brá við þessi tíðindi enda
þarna fór kraftmikill maður allt of fljótt. Við landsmenn allir og þá
sérstaklega við sem búum á landsbyggðinni missum þarna kraftmikinn
þingmann,  og svo ekki sé minnst á fjölskyldu og aðstandendur
Einars Odds sem ég votta mína dýpstu samúð.
mbl.is Einar Oddur Kristjánsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kalt stríð

Hvernig er þetta með aulann hann Bush, ætlar honum að takast að koma á
nýju köldu stríði áður en hann hættir þessi kvartheili. Ég er nú ekki
mikill Rússavinur og mér finnst þetta hernaðarbrölt vera hálfgerður
barnaskapur, (sorry ég held að börn hafi meira vit en Bush). En ég er
nú samt ekki hissa á viðbrögðum Rússa þegar Kaninn ætlar að koma sér
allveg að landmærum Rússlands með þetta eldflaugavarnarkerfi sitt til
að verja hverja ?  Nei ég held að Kaninn ætti aðeins að fara að
snú sér að vandamálum sínum fyrir vestan, þar er víst nóg af þeim bæði
heimavarnir og félagsleg vandamál.
mbl.is Rússar hætta þátttöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhátíðarlagið 2007

Nú er aðeins 21 dagur í Þjóðhátíðina og allt að gera sig í dalnum,  allur undirbúningur á fullu. Ég átti leið í Blikksmiðjuna Eyjablikk í morgun og þar er allt á fullu við smíði grinda fyrir þjóðhátíðartjöld og það eingin smá tjöld þetta er komið í hátt á fimmta meter breiddin, sem rúmar leikandi tvo bíla. Þjóðhátíðarlagið var gefið út um helgina og verð ég að segja að þetta er frábært lag hjá strákunum í Dans á Rósum, grípandi og einfalt. Ég held að þetta lag eigi eftir að lifa og jafnvel stimpla sig inn á meðal þeirra bestu. Það hefur nú alltaf verið mín persónulega skoðun að gerð Þjóðhátíðarlagsins eigi ekki að fara út fyrir Eyjarnar enda nóg af hæfileikafólki til að semja lög fyrir þessa hátíð okkar, og einnig fynnst mér að það ætti að vera krafa að allar hljómsveitir sem ráðnar eru til að spila á Þjóðhátíð æfi upp lagið og flytji í sýnu prógrammi yfir Þjóðhátíðina þá gípur mannskapurinn frekar lagið og það heyrist óma líka frá tjaldborgini.
En Dans á Rósum og allir Vestmannaeyjingar, til hamingju með frábært Þjóðhátíðarlag.

Það er hægt að hlusta á lagið á tónlistarspilaranum hér á síðuni. 


Enn minna af sandsíli

Það horfir ekki vel með sansíli við Vestmannaeyjar og virðist vera minna af því en áður samkvæmt nýjustu rannsókn Hafró. Sandsílið er aðalfæða Lundanns og ekki er þetta til að bæta ástandið en varpið hefur stór minkað á s.l tveimur árum og hafa veiðimenn verulega dregið úr sínum veiðum en vonandi þurfum við Eyjamenn ekki að fara að vera með hamborgara í tjöldum okkar á Þjóðhátíðinni, það yrði nú ljóta ástandið.
Þetta er hið undarlegasta mál með sandsílið og virðist sem þetta hafi líka haft áhrif á kríuvarpið á suðvestur horni landsins, en skýringar eru margar en engin virðist vita fullkomlega hvað er að gerast með þessa aðalfæðu Lundanns.

Umdeildar aðgerðir.

Þetta er gríðarlegt áfall fyrir margar sjávarbyggðir þessa lands að þurfa að skera þorskaflann niður um 63 þúsund tonn, enn innst inni held ég að þessar aðgerðir séu ekki að gera sig því það hefur sýnt sig að þrátt fyrir allann niðurskurð þá heldur stofninn áfram að minka. Það er augljóslega margt annað sem spilar inn í þetta kerfi okkar svo sem brottkast og kvótasvindl, og má eiginlega segja að kerfið bjóði upp á þannig brot vegna þess að það eru ekki til nein hrein fiskimið eins og margir kerfiskarlar halda, þú getur ekki sleppt úr höfn og sagt nú fer ég bara á ýsumið eða nú fer ég bara á ufsamið, aflinn verður alltaf blandaður og hvað á þá að gera við þorskinn ef kvótastað er slæm gagnvart honum hjá þeirri útgerð "henda honum aftur í hafið" ?
Nei það þarf að skoða margt og lagfæra  í þessu kvótakerfi okkar.


mbl.is Einar K. Guðfinnsson:„ Gríðarleg vonbrigði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki óeðlilegt

Það er ekki óeðlilegt að menn hugsi sig um og bjóði upp á svona
þjónustu, og sé ég ekki annað en að þetta sér besta mál ef þessi
viðskipti eru lögleg að öllu leyti og ekki hægt að misnota þetta, 
því það er með ólíkindum hvað sumar fjölskyldur þurfa eð leggja út
fyrir lyfjum. Svona í framhaldi af þessu þá er álagning og tollar hér á
landi algjör glæpur, og þá sérstaklega miðað við hvað þessi þjóð á að
vera "rík" maður sá t.d verðlagningu á sjónvörpum og mismuninn hér á
landi og í Svíþjóð og þetta er ekki eina dæmið. Nýjasti Nokia síminn
kostar 96 þúsund hér á landi en 27 þúsund í Englandi, þetta er
náttúrulega ekki hægt.
mbl.is Býður ódýrari lyf á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhátíð, Dúndurfréttir og The Wall

Jæja þá eru aðeins 33 dagar í Þjóðhátíð Vestmannaeyja og mikill undirbúningur í gang, og fjöldinn allur af listamönnum búnir að boða komu sína á þessa elstu og flottustu útíhátíð klakanns. Hljómsveitirnar Á móti Sól og í Svörtum Fötum ásamt Stefáni Hilmarssyni og stórhljómsveit munu leika á Þjóðhátíðinni einnig er búið að ráða Sprengjuhöllina Lay Low, Hálft í Hvoru, Dans á Rósum og síðan gleður það mann að sjá að búið er að ráða eina elsu og bestu hljómsveit landsins Logana til skemmta , og verður engin svikin af því. Síðan hefði ég persónulega viljað taka eitt kvöld eða seinnipart dags frá og fá hina óviðjafnanlegu hljómsveit Dúndurfréttir ásam Sinfó og taka The Wall, það yrði sennilega frábært að sjá og heyra því varla er til betri hljómburður en í Herjólfsdal.
Nú er ekkert annað að gera fyrir Þjóðhátíðarnefnd en að kíla á dæmið !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband