Færsluflokkur: Bloggar

Kaupþingtónleikar

Ég var ásamt mörgum landanum að horfa á afmælistónleika Kaupþings á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þar sem ég er búsettur úti á landi varð ég að láta mér sjónvarpið duga, en mér fannst þetta í alla staði nokkuð góð uppákoma nema kanske atriðið hjá Páli Óskari með fjölda tónleikagesta því það bættust alltaf við tíu þúsund manns við hvert innslag frá honum, en mér finnst trúlegra að það hafi verið milli 20 og 25 þúsund manns eins og Lögreglan heldur fram. En fyrst maður er farinn að tala um þessa tónleika þá kemst maður ekki hjá því að minnast á lok þeirra, en sú uppákoma var algjör hörmung. Kóngurinn okkar Bubbi Morthens var búinn að ná upp frábærri stemmingu í mannskapinn, en þá komu gamlingjarnir í Stuðmönnum í nokkurskonar Kraftverk útgáfu og skutu stemminguna niður í einum grænum, maður hefur aldrei áður orðið vitni að öðru eins enda tæmdist stúkan um leið, en þetta hefur kanske verið gert viljandi til þess að koma mannskapnum heim í rólegheitunm. Ef ég hefði verið skipuleggjandi þessara tónleika þá hefði ég látið Stuðmenn byrja og frekar látið stuðboltana í SSSól með Helga Björns í fararbroddi taka lokahnykkinn.


Bergey VE

Enn bætist við flota okkar Eyjamanna því hið nýja og glæsilega skip
Bergey VE kom til heimahafnar í gær og tóku Eyjamenn vel á móti þessu
nýja fiskiskipi okkar. Þetta er systurskip Vestmanneyjar sem kom til
Eyja fyrr á þessu ári og gaman að sjá þennann kraft sem er í útgerð í
Eyjum þrátt fyrir að mönnum sé gert erfitt fyrir að reka útgerð í dag
vegna kvótaskerðingar. Magnús Kristinnsson lætur þetta ekki á sig fá og
eflist við hverja raun, og vil ég óska Magnúsi og fjölskyldu ásamt
Eyjamönnum öllum til hamingju með þetta glæsilega skip.

Úr umferðinni

Þegar ég var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun leit ég til hliðar
og þar var kona á splunkunýjum BMW. Hún var á svona 120 km hraða með
andlitið upp í baksýnisspeglinum og var á fullu að sminka sig með
meikup-græjurnar í sitt hvorri hendi og annan olbogan á stýrinu.
Ég leit fram á veginn eitt augnablik og næst þegar ég leit á hana var
bíllinn hennar á leiðinni yfir á mína akrein og samt hélt hún áfram að
mála sig eins og ekkert sjálfsagðara.
Mér brá svo mikið að ég missti ferðarakvélina mína á roastbeefsamlokuna
sem ég hélt á í vinstri hendinni. Í panikkinu við að afstýra árekstri við
konuna og ná stjórn á bílnum sem ég stýrði með hnjánum, datt
gemsinn minn úr hálsgrófinni og ofan í kaffibollann sem ég var með á
milli fótanna.
Það varð til þess að brennheitt kaffið sullaðist á Orminn Langa og
tvíburana tvo. Ég rak upp öskur og missti við það sígarettuna úr

munninum og brenndi hún stórt gat á sparijakkan og ég missti af
mikilvægu símtali!

 Hvað er að þessum helv. kellingum?

Það var mikið

Það var mikið að þessi félagaskipti gengu í gegn, og hið undarlegasta
mál í alla staði og geinilegt að það er ekki sama hvaða félag á í hlut
þegar vandamál koma upp á borðið, því það má ekki gleyma því að
leikmennirnir eru tveir sem voru með þessa eignarhlutdeild og sama
eiganda í sama pakka, en hinn labbaði yfir í annann klúbb á miðju
síðasta tímabili og fékk meira að segja undanþágu til að spila í
Meistaradeildinni. Já þetta er skrýtin stjórn á þessari ensku deild, en
til hamingju Utd menn að vera loksins búnir að fá Tévez.
mbl.is Tévez orðinn leikmaður Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhátíðarslit

Jæja þá er frábærri Þjóðhátíð lokið, ein af þeim betri sem ég hef tekið þátt í og eru þær orðnar fimmtíu. Það kom smá hvellur á aðfaranótt föstudagsins en eftir það lék veðrið við okkur, sól og blíða og mér er sama hvað sumir segjA, veðrið skiptir engu máli bara galla sig upp, en þetta er bara ekki svona, veðrið skiptir ÖLLU MÁLI.  Það væri líka svolítið skrýtið ef við værum ekki háð veðri með ÚTIHÁTÍÐ Á ÍSLANDI . Hátíðin var til mikillar fyrirmyndar og alli skemmtu sér og öðrum einnig þeir sem voru yngri en 23 ára enda var ófært á sumar hátíðir fyrir þennann aldurshóp og eru sumir orðnir svo djarfir að tala um að hafa 23 ára aldurstakmark í miðborg Reykjavíkur um helgar, og þá er spurning hvort ekki þurfi bara að breyta útivistartímanum í okkar landslögum. Nei það virðast margir gleyma því að það er verið að brjóta verulega á þessu unga fólki og því spyr ég. Hvers vegna í ansk..... má fólk á þessu aldri kjósa í þing og bæjarstjórnarkosningum og síðan á að meina þeim aðgang að þeim viðburðum sem skemmtilegir eru RUGL OG AFTUR RUGL.

Geymt en ekki gleymt

Nú er hún að bresta á blessuð Þjóðhátíðin, aðeins rúmur sólarhringur í
setningu, og allt útlit nokkuð gott nema þá helst veðrið svona rétt í
startið. En í gærkvöldi var ég að hlusta á rás 2, á þáttinn hjá Frey
Eyjólfsyni Geymt en ekki gleymt. Viðmælandi Freys í þessum þætti var
heiðursmaðurinn Ólafur Gaukur. Þeir sem ekki hafa hlustað á þennann
þátt þá byggist hann upp á spjalli við gestinn og ein gömul hljómplata
sem viðkomandi hefur gefið út tekin og krufinn til mergjar. Í þessum
þætti vað það hljómplatan sem Ólafur gaf út 1968 með lögum Oddgeirs
Kristjánssonar við texta Ása í bæ. Þessi plata er náttúrulega löngu
orðin sígild og klassísk, t.d þegar maður heyrir dagskráliðinn Létt lög
í dalnum á Þjóðhátíð Vestmannaeyja þá heyrast þessi lög óma um
Herjólfsdal. Þetta var virðingarvert framtak hjá Ólafi Gauk á sínum
tíma að gefa þessi lög út, og ég held að við Eyjamenn og landsmenn
allir gerum okkur ekki grein fyrir hvað við eigum Ólafi mikið að þakka
því að örugglega hefðu eithvað af þessum lögum farið forgörðum og
gleymst ef þetta efni hefði ekki komið út með Sextett Ólafs Gauks.

Teitur út Logi inn

Jæja þá hefur Teitur Þórðarson látið af störfum sem þjálfari KR, og
kemur það flestum ekki á óvart en hvort þetta er rétt ákvörðun skal ég
ekki segja, en ég held að þarna fari mjög fær þjálfari sem var að vinna
mikið og gott uppbyggingarstarf fyrir klúbbinn. Ég sá viðtal við Teit í
Kastljósinu í kvöld og tek ég ofan fyrir Teiti efir þetta viðtal. Það
var sama hvað spyrjandin reyndi til að fá hann út í neikvæðar umræður
um klúbbinn þá tók hann alla ábyrgð sjálfur og var ekki á því að tala
illa um sína fyrrverandi vinnuveitendur. Svona hugarfar mættu margir
taka sér til fyrirmyndar.
mbl.is Teitur rekinn - Logi stjórnar KR út leiktíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stop !

Jæja þá eru loksins komnar niðurstöður í gangnamálin og augljóst að
ekkert verður að þessu í bili eins og maður vissi innst inni enda
kostnaður alltof mikill, en tækninni  fleygir fram, og þetta
verður örugglega framkvæmanlegt fyrir minna fjármagn í framtíðinni.
Þess vegna segi ég stop !  það á algjörlega að salta þessa umræðu
í bili og safna liði og standa saman um næsta kost í bættum samgöngum
okkar Eyjamanna svo eithvað fari að gerast í okkar málum og það hellst
í gær. Bakkafjara á að vera tilbúin 2010 en eftir því sem mér skilst þá
fær þessi Herjólfur ekki að sigla lengur en til ársins 2009, þannig að
menn hljóta að flýta þessum framkvæmdum um eitt ár og fjölga síðan
ferðum með Herjólfi  eftir þörfum fram að þeim tíma sem ferjulægið
í Bakkafjöru verður tilbúið.

Jarðgöngin

Þá er hún komin enn ein skýrslan um jarðgöng til Eyja, og er kostnaðurinn ekki nema max 80 miljarðar, þannig að nú er ekkert því til fyrirstöðu að taka upp skófluna og fara að moka, enda kostnaðurinn ekki nema eins og hálfs árs gróði Kaupþingsbanka, þannig að það á nú ekki að vera vandamál að fjármagna pakkann.
Samgönguráðherra mun leggja þetta fyrir ríkisstjórnina og er ákvörðun um næsta þrep í samgöngumálum okkar Eyjamanna að vænta á föstudaginn, og þá verður væntanlega hægt að setja í stórur skoruna um hvað á að gera, og bíður maður spenntur eftir því þó svo maður hafi ákveðnar hugmyndir um næstu ákvörðun, enda ótrúlegt hvað er búið að teygja þetta mál.
mbl.is „Bakkafjara kann að vera millileikur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goldfingermálið

Geiri í Goldfinger var sýknaður af ákæru um að hafa staðið að nektardansi í lokuðu rými. Ég er ekki hissa á þessum úrskurði Héraðsdóms því lögin eru fáránleg um svona mál t.d hvað er einkadans ? Ég myndi ekki kalla það einkadans ef dansað er þar sem allir sjái, þá borgar þú brúsann fyrir hina sem horfa líka á og njóta. Það er talað um að vinni í opnum rýmum á skrifstofum t.d og þá er fólk bara lokað af með skilrúmum en engar einkaskrifstofur.
Þannig að annað hvort á að banna einkadans eða ekki og málið dautt, engar svona lagaflækjur bara einfalda málið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband