Geymt en ekki gleymt

Nú er hún að bresta á blessuð Þjóðhátíðin, aðeins rúmur sólarhringur í
setningu, og allt útlit nokkuð gott nema þá helst veðrið svona rétt í
startið. En í gærkvöldi var ég að hlusta á rás 2, á þáttinn hjá Frey
Eyjólfsyni Geymt en ekki gleymt. Viðmælandi Freys í þessum þætti var
heiðursmaðurinn Ólafur Gaukur. Þeir sem ekki hafa hlustað á þennann
þátt þá byggist hann upp á spjalli við gestinn og ein gömul hljómplata
sem viðkomandi hefur gefið út tekin og krufinn til mergjar. Í þessum
þætti vað það hljómplatan sem Ólafur gaf út 1968 með lögum Oddgeirs
Kristjánssonar við texta Ása í bæ. Þessi plata er náttúrulega löngu
orðin sígild og klassísk, t.d þegar maður heyrir dagskráliðinn Létt lög
í dalnum á Þjóðhátíð Vestmannaeyja þá heyrast þessi lög óma um
Herjólfsdal. Þetta var virðingarvert framtak hjá Ólafi Gauk á sínum
tíma að gefa þessi lög út, og ég held að við Eyjamenn og landsmenn
allir gerum okkur ekki grein fyrir hvað við eigum Ólafi mikið að þakka
því að örugglega hefðu eithvað af þessum lögum farið forgörðum og
gleymst ef þetta efni hefði ekki komið út með Sextett Ólafs Gauks.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband