Þjóðhátíðarlagið 2007

Nú er aðeins 21 dagur í Þjóðhátíðina og allt að gera sig í dalnum,  allur undirbúningur á fullu. Ég átti leið í Blikksmiðjuna Eyjablikk í morgun og þar er allt á fullu við smíði grinda fyrir þjóðhátíðartjöld og það eingin smá tjöld þetta er komið í hátt á fimmta meter breiddin, sem rúmar leikandi tvo bíla. Þjóðhátíðarlagið var gefið út um helgina og verð ég að segja að þetta er frábært lag hjá strákunum í Dans á Rósum, grípandi og einfalt. Ég held að þetta lag eigi eftir að lifa og jafnvel stimpla sig inn á meðal þeirra bestu. Það hefur nú alltaf verið mín persónulega skoðun að gerð Þjóðhátíðarlagsins eigi ekki að fara út fyrir Eyjarnar enda nóg af hæfileikafólki til að semja lög fyrir þessa hátíð okkar, og einnig fynnst mér að það ætti að vera krafa að allar hljómsveitir sem ráðnar eru til að spila á Þjóðhátíð æfi upp lagið og flytji í sýnu prógrammi yfir Þjóðhátíðina þá gípur mannskapurinn frekar lagið og það heyrist óma líka frá tjaldborgini.
En Dans á Rósum og allir Vestmannaeyjingar, til hamingju með frábært Þjóðhátíðarlag.

Það er hægt að hlusta á lagið á tónlistarspilaranum hér á síðuni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband