Sumarlok

Til hamingju með daginn góðir Íslendingar nær og fjær og verið nú
duglegir að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins þó það fari nú sennilega
lítið fyrir því hjá mér þar sem ég er að vinna. Í gærkvöldi var
stórdansleikur í Höllinni með hljómsveitinni Klaufum, en aðaltilefni
þessa kvölds var kosning á Sumarstúlku Vestmannaeyja með pompi og
prakt, einnig var valin ljósmyndafyrirsæta, sportstúlkan og vinsælasta
stúlkan. Það var síðan Anna Ester sem stóð uppi sem sigurvegari og er
því Sumarstúlka Vestmannaeyja 2007, og vil ég óska henni og hinum
stúlkunum innilega til hamingju. En í framhaldi af þessu þá varð maður
frekar undrandi þegar maður sá viðburðin auglýstan að þarna væri á
ferðinni síðasti dansleikur sumarsins, þannig að það fór um mann
hálfgerður hausthrollur og sumarið rétt að byrja. Þetta er nú orðið
hálf sveitalegt nema þeir enda með réttarballi til sveita þegar hausta
tekur, en sumarlok eru ekki um miðjan júní.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband