9.8.2007 | 08:50
Þjóðhátíðarslit
Jæja þá er frábærri Þjóðhátíð lokið, ein af þeim betri sem ég hef tekið þátt í og eru þær orðnar fimmtíu. Það kom smá hvellur á aðfaranótt föstudagsins en eftir það lék veðrið við okkur, sól og blíða og mér er sama hvað sumir segjA, veðrið skiptir engu máli bara galla sig upp, en þetta er bara ekki svona, veðrið skiptir ÖLLU MÁLI. Það væri líka svolítið skrýtið ef við værum ekki háð veðri með ÚTIHÁTÍÐ Á ÍSLANDI . Hátíðin var til mikillar fyrirmyndar og alli skemmtu sér og öðrum einnig þeir sem voru yngri en 23 ára enda var ófært á sumar hátíðir fyrir þennann aldurshóp og eru sumir orðnir svo djarfir að tala um að hafa 23 ára aldurstakmark í miðborg Reykjavíkur um helgar, og þá er spurning hvort ekki þurfi bara að breyta útivistartímanum í okkar landslögum. Nei það virðast margir gleyma því að það er verið að brjóta verulega á þessu unga fólki og því spyr ég. Hvers vegna í ansk..... má fólk á þessu aldri kjósa í þing og bæjarstjórnarkosningum og síðan á að meina þeim aðgang að þeim viðburðum sem skemmtilegir eru RUGL OG AFTUR RUGL.
Athugasemdir
Góða kvöldið Tómas, ég er sammála þér í megindráttum en þú gleymir því að við höldum þjóðhátíð þó að rigni eld og brennistein.
Helgi Þór Gunnarsson, 9.8.2007 kl. 21:11
Sammála þér Tommi, allir eru velkomnir á Þjóðhátíð, þannig er það og þannig verður það.
Grétar Ómarsson, 15.8.2007 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.