6.7.2007 | 14:31
Umdeildar aðgerðir.
Þetta er gríðarlegt áfall fyrir margar sjávarbyggðir þessa lands að þurfa að skera þorskaflann niður um 63 þúsund tonn, enn innst inni held ég að þessar aðgerðir séu ekki að gera sig því það hefur sýnt sig að þrátt fyrir allann niðurskurð þá heldur stofninn áfram að minka. Það er augljóslega margt annað sem spilar inn í þetta kerfi okkar svo sem brottkast og kvótasvindl, og má eiginlega segja að kerfið bjóði upp á þannig brot vegna þess að það eru ekki til nein hrein fiskimið eins og margir kerfiskarlar halda, þú getur ekki sleppt úr höfn og sagt nú fer ég bara á ýsumið eða nú fer ég bara á ufsamið, aflinn verður alltaf blandaður og hvað á þá að gera við þorskinn ef kvótastað er slæm gagnvart honum hjá þeirri útgerð "henda honum aftur í hafið" ?
Nei það þarf að skoða margt og lagfæra í þessu kvótakerfi okkar.
Einar K. Guðfinnsson: Gríðarleg vonbrigði" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.