24.5.2007 | 08:46
AC Milan Evrópumeistarar
Í gærkvöldi fór fram úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu eins og flest allir vita, og bar AC Milan sigur úr bítum, enda voru þeir staðráðnir í að láta leikinn ekki endurtaka sig frá 2005. Milan spilaði þennann leik skynsamlega og féllu ekki í Liverpoolgryfjuna, en eins og þjálfari Milan sagði þá er mikill munur á Liverpool og Man Utd knattspyrnulega séð en leikmenn Liverpool eru líkamlega sterkari og geta hlaupið endalaust, og ef lið fara að elta þá í þessari taktík þá hreinlega springa menn. Poollarar eru líka eithvað að væla út af fyrra marki Milan en ekki er nú annað að sjá að það sé fullkomlega löglegt enda geta Liverpool menn ekki alltaf verið með öll vafaatriði með sér. Einnig hefur komið fram sú gagnrýni hjá Liverpoolmönnum að Milan eigi ekki að vera í þessari keppni þar sem þeir fengu dóm í Seríu A vegna mútumáls, en Liverpoolmenn gleyma því að það þurfti að breyta reglum til að lauma þeim inn í meistaradeldina um árið. vegna þess að þeir unnu sér ekki þáttökurétt í Ensku deildinni, og þótti þetta algjört hneyksli, þannig að menn ættu að líta í eigin barm áður en þeir gagnrýna aðra.
Að lokum finnst mér svolítið athyglisvert að í úrslitaleiknum leika lið sem ekki eru í baráttu um titil í sýnu landi þannig að það sýnir að toppliðin eru í baráttu á mörgum vígstöðum og því verður þetta erfiðara fyrir þau heldur en kúbbar sem ekki eru inn í myndinni og geta verið að einbeita sér í æfingabúðum.
Glory AC Milan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.