10.5.2007 | 22:42
East - Eurovision
Jæja þá er draumurinn úti um að komast í úrslit í Eurovision í ár, en ég held að innst inni hafi þetta verið nokkuð vitað þar sem austur Evrópu löndin eru búin að hertaka þessa söngvakeppni og finnst mér þetta vara algjöt hneyksli t.d að Búlgaría hafi komist áfram með þessa hörmung þar sem flytjandinn hélt ekki einu sinni lagi. Mér fannst Eiríkur Hauksson og Ungverska sönkonan bera af sem söngvarar og einnig með bestu lögin þó mörg hafi verið góð, en meðan þetta fyrirkomulag er á keppninni þá eigum við Íslendingar ekki möguleika. Það kom upp í fyrra sú umræða að skipta forkeppninni í tvenn, austur og vestur Evrópa og síðan ein úrslitakeppni og held ég að það verði að taka þetta fyrirkomulag upp annars verður þetta í þessum farvegi sem sagt gjörsamlega misheppnað.
ÁFRAM ÍSLAND !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.