Til hamingju Margrét Lára

Það fór eins og maður vonaði að Margrét Lára yrði fyrir valinu sem Íþróttamaður ársins, en samt kom þetta skemmtilega á óvart og vil ég taka ofann fyrir íþróttafréttamönnum og þá sérstaklega fyrir það að velja konu, en manni finnst þær stundum fara halloka í þessu vali. En maður kemmst ekki hjá því að mynnast á eitt og það er þessi skrif og gagnrýni sem koma ávalt eftir þetta val, og þó að öll gagnrýni eigi rétt á sér þá verður að hugsa um þann einstakling sem verður fyrir valinu, því það er auðveldlega hægt að eyðileggja ánægju hvers og eins með svona leiðinda gagnrýni. Þeð er engum blöðum um það að fletta og gefur augaleið að allir þeir einstaklingar sem valdir hafa verið eiga fullt erindi í þetta kjör en það getur bara einn unnið og því á þjóðin að samgleðjast með þeim einstaklingi sem hlýtur þetta sæmdarheiti ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS.
Enn og aftur til hamingu Margrét Lára þú ert vel að þessu kominn og örugglega mikill meirihluti þjóðarinnar sammála þessu kjöri eins og íþróttafréttamenn.


14 milljónir

Þar sem ég er meðlimur í Kiwanishreyfingunni er mér ljúft að segja frá því að í gær var hreyfingin að afhenda Geðhjálp, BUGL og Forma 14 miljónir króna sem er útkoman úr Landssöfnun okkar Lykill að Lífi sem var í byrjun október. Við þökkum að sjálfsögðu landsmönnum öllum fyrir jákvæð viðbrögð í garð þessarar söfnunar, en það er greinilegt að íslendingar eru ávalt reiðubúnir til að styðja góð málefni og við bakið á þeim sem minna meiga sín, og getur maður ekki annað en verið stoltur af því að vera Íslendingur og Kiwanismaður. Þeir sem hafa áhuga á félagskap eins og Kiwanis geta skoðað heimasíðu hreyfingainnar www.kiwanis.is  og ef áhugi er fyrir inngöngu í hreyfinguna þá er um að gera að snúa sér til næsta klúbbs eða næsta manns sem þið þekkið sem er í hreyfingunni og fá nánari kynningu á þessum góða félagskap.


Besti Íslenski kosturinn.

Var þessi ráðning ekki bara ákveðinn þegar Ólafur hætti með FH, árangur
landsliðsins var þá þegar ekki ásættanlegur þó manni finnist stundum
kröfurnar vera of miklar fyrir þetta landslið okkar. Ég persónulega
hefið viljað sjá erlendan þjálfara við stjórnvöldinn til að hrista
aðeins upp í þessu enda langt síðan það hefur verið erlendur þjálfari
með liðið, en af þessum íslensku þá held ég að Ólafur hafi verið besti
kosturinn og vona ég svo innilega að hann nái góðum árangri. Ólafur til
hamingju með starfið og ÁFRAM ÍSLAND.
mbl.is Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu til ársloka 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er orðin nógu löng aðlögun.

Já hann er bjartur landsliðsþjálfarinn, en ég held að hann sér búinn að fá nógu langan tíma með þetta landslið okkar, og ef einhver metnaður er í gangi þá held ég að kominn sé tími til að skipta um karl í brúnni og spurning hvort KSÍ þurfi ekki að fara í naflaskoðun því ég held að það hljóti eithvað að vera að þar innanbúðar. Það er ekkert við því að segja þegar tapast leikur þegar menn leggja sig fram, en það var ekki í þessu tilviki.

Já ég held að þetta sé bara orðið nokkur gott og nóg komið. 


mbl.is Eyjólfur: Ég er ekki kominn í þrot með þetta lið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdarán

Það er með ólíkindum hvernig málin hafa þróast í borgarstjórn
Reykjavíkur síðustu sólarhringa, og minnir þetta helst á valdarán í
einhverju bananalýðveldi. Þegar minnihlutinn var búinn að mynda nýjan
borgarstjórnarmeirihluta þá hreinlegar ringdi upp í nefið á þeim á
blaðamannafundinum og greinilegt að málið snéris um völd en ekki málefni,
því það var greinilegt að heyra áður, að ekki var búið að tala gæfulega
um Björn Inga að hálfu þessa minnihluta, en fljótt skipast veður í
lofti. Einnig finnst manni merkilegt hversu mikið hik kom á nýjan
borgarstjóra þegar hann var spurður um málefnasamning nýja
meirihlutanns, en það var ekki búið að ræða neitt í þá áttina, en það á
bara að leysa öll mál sem upp koma. Þannig niðurstaðan að mínu mati
,þetta snéri bara um völd og ekki neitt annað.
mbl.is Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei takk !

Mér finnst þetta vera stór og mjög vafasöm aðgerð að fara út í þetta að
selja bjór og léttvín í matvöruverslunum, og þá aðalega vegna þess að
þetta hefur ekki gengið upp í sölu á tóbaki eins og oft hefur komið
fram. Unglingar hafa getað gengið inn í verslanir og keypt tóbak,
þannig að ég set stórt spurningarmerki við þetta, og ef ekki
gengur  að framfylgja lögum um sölu á tóbaki þá held ég að það
verði sama með léttvín og bjór.
mbl.is Á að gefa bjór- og léttvínssölu frjálsa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óli ósáttur

Óli Þórðar er ósáttur við þessa uppsögn og skil ég kappann mjög vel. Þarna er á ferðinni einn almesti keppnismaður og jaxl sem íslensk knattspyrna hefur af sér alið, og eins og hann segir oft sjálfur, ég þoli ekki að tapa. Ég hefði haldið að Óli þyrfti aðeins lengri tíma til að sanna sig, en fyrst svona er komið þá verða það bara aðrir sem fá að njóta krafta Óla, hann hefur örugglega ekki sagt sitt síðasta í þessum bransa.

 


mbl.is Ólafur Þórðarson ósáttur við uppsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valsmenn á góðri siglingu

Það er greinilegt að Valsmönnum hungrar í dolluna, en það var að sjá á
leik þeirra að þessu sinni, FHingar voru greinilega ekki eins
hungraðir, enda ríkjandi meistarar. En svona er fótboltinn þetta er
ekki sjálfgefið það þarf að hafa fyrir hlutunum til þess að ná árangri.
Það verður gaman að fylgjast með um næstu helgi þegar lokaumferðin fer
fram og sjá hvort dramatíkin ráði þá ríkjum bæði í topp og
botnbaráttunni.
mbl.is Valur sigraði FH, 2:0, og fór á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott frí og frábært umdæmisþing

Jæja þá er maður kominn heim og í amstur hversdagslífsins. Við hjónin erum búin að eiga yndislegar stundir á Benidorma síðan 23 ágúst og erum við búin að kynnast fullt af yndislegur fólki í þessu fríi okkar ásamt fjöldkyldunni. Eftir heimkomuna tók við 37 umdæmisþing Kiwanishreyfingarinna sem haldið var að Hótel Sögu í Reykjavík. Þetta var ánægjulegt þing þar sem við meðal annars opnuðum nýjan vef www.kiwanis.is  sem ég hef verið að vinna að og er settur upp í umsýlukerfið Xtreme hjá Jóhanni Guðmundssyni í Eyjatölvum.
Svo það er búið að vera mikið að gera síðan maður kom til landsins , en til Eyja kom maður s.l sunnudag með Herjólfi okkar og síðan byrjar maður að vinna í vikunni, og í leiðinni safna fyrir næsta sumarfríi.

 


Í fríi á Benidorm

Thá er madur kominn í langthrad frí á Benidorm á Spáni med fjolskyldu minni og er meiningin ad dvelja her naestu 19 daganna i godu yfirlaeti og frabaeru vedri en thad er ekki gaman ad skrifa a bloggid her thví thad er ekki thradlaus nettengin her fyrir fartolvuna thannig ad madur verdur ad nota tolvuna i gestamottokunni en thar eru ekki seríslenskir stafir á lyklabordinu, en latum thetta duga i bili.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband