Jónsmessa

Sú var tíðin hér í Eyjum að mikið fjör var um þá helgi sem var í kringum Jónsmessuna og ilmaði allt skerið af grilllykt, því það má segja það að fyrirtæki og hópar voru að grilla í hverri laut sem var til staðar og síðan var endað á útidansleik, fyrst á Breiðabakka síðan í Herjólfsdal, Skvísusundi og að mig minnir var þetta síðast haldið í Fiskiðjusundinu, en síðan lognaðist þetta út af. Hvað veldur er ekki gott að segja jú það er farið að gera mikla dagskrá á goslokahátíð sem er tveimur vikum seinna, en er það ástæðan? maður myndi ætla  að það veitti ekki af að gera eithvað á þessum stutta tíma sem við höfum hér til að vera úti við og þá eru svona uppákomur tilvaldar til að lífga upp á tilveruna. Svo er ein spurning enn, var þetta ekki nógu góð fjáröflun til að standa í þessu, eða er vesen með leyfi, WC o.f En það er mikið talað um að það vanti vetfang til fjáröflunar og allir séu að fara út í það sama og á svipuðum tíma sem er ekki gott, því tel ég það vera spurningu að ath með áframhaldandi Jónsmessugleði, við Eyjamenn vorum þekktir fyrir það að fylla gömlu Höllina um hverja helgi hér áður fyrr, því er þá ekki hægt að skemmta sér aðra hvora í dag ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband