Algjör skömm

Maður skammast sín fyrir þennann þjóðarleikvang okkar vegna þess að hann er ekki upphitaður. Það vantar ekki gorgeirinn í landann  vegna þess hve mikið við eigum af auðlindum í formi jarðhita og svo er ekki hægt að hita upp smá grasblett. Ussss...............
mbl.is Moka snjó af Laugardalsvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Furðulegt líka að ekki skuli vera settar yfirbreiðslur á völlinn til að koma í veg fyrir að klaki liggi beint á grasinu. Kostar vissulega slatta að eiga slíkt en ef á að ná árangri í þá verða menn að vera viðbúnir því að snjói í október á Íslandi, það er ekki eins og það hafi ekki gerst áður.

Gulli (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:20

2 identicon

Ég býst við því að þið séuð menntaðir í umhirðu knattspyrnu- og glofvalla?

T.d. er hægt að taka námskeið hérna http://www.fva.is/gras/index.html

Annars held ég að vallarstjóri laugardalsvallar sé hæfari en þið í þessum efnum.

Karma (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:34

3 Smámynd: Tómas Sveinsson

Vallarstjóri Laugardalsvallar er frábær og vinnur sitt starf vel, og efast ég ekki um að völlurinn væri upphitaður ef hann fengi einhverju um ráðið. En það eru ekki mörg ár síðan völlurinn var tekinn upp og ef þessi vallarstjóri hefði verið kominn til starfa á þeim tíma þá væri völlurinn örugglega upphitaður.

Tómas Sveinsson, 29.10.2008 kl. 15:04

4 identicon

Ég veit að það eru tilraunir með upphitun knattspyrnuvalla í samvinnuverkefni hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og félagi umsjónarmanna golf- og knattspyrnuvalla.

Hugmyndin er að upphitun verði árið um kring en ekki eingöngu á leikdegi eins og tíðkast t.d. á Englandi og verið er að rannsaka hvaða áhrif það fyrirkomulag hefur á grasið.

Ég veit ekki hvenær Laugardalsvöllur var tekinn upp en ef það er stutt síðan er auðvitað eðlilegt að upphitun hefði verið sett í, sérstaklega miðað við hvað framkvæmdir hafa verið dýrar þarna undanfarið.

Annars ætti gamaldags snjóbolti að gefa okkar stelpum smá forskot

Karma (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband