11.10.2008 | 10:24
Miklir skörungar
Það er ekki nema von að Bretinn sé hálf uggandi um viðræður við landann, en ég er ekki viss um að það sé ástæða til, því á árum þorskastríðsins voru þessir stjórnmálamenn okkar miklir skörungar og gáfu ekki tommu eftir, en ég er nú ekki viss um að þetta lið sem situr á þingi í dag komist með tærnar þar sem gömlu skáparnir voru með hælana. Ég held t.d að eftir svona meðferð að beyta á okkur ákvæðum hryðjuverkalaga hefði sendiherrann verið rekinn með skömm úr landi og sagt að koma ekki aftur nema með afsökunarbeiðni í farteskinu.
Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.