30.6.2008 | 08:14
Spánverjar loksins með titil í höndunum
Jæja það var mikið að Spánverjar afrekuðu eithvað á stórmóti, en árangur þeirra hefur verið heldur rýr fram að þessu. Spánverjar léku frábærlega í þessu móti og unnu alla sína leiki og eru því vel að þessum titli komnir, en heldur fannst mér ótrúlegt að horfa á Þjóðverja í þessum leik og sjaldgæft að sjá þá gera svona mörg mistök bæði í vörn og sókn, eins og t.d þegar Torres skoraði sigurmarkið þá hikar Lamh þegar Lehman kemur út á móti sem betur hefði verið áfram á marklínunni, en það verður ekki tekið af Torres að hann gerði þetta frábærlega það vippa svona yfir karlinn, en annars átti ég ekki von á því að Torres yrði í byrjunarliðinu þar sem hann misnotaði svo mörg færi í síðasta leik, og sagt er að það sé ekki gott á milli hans og þjálfaranns, en það sýnir líka styrk þjálfaranns að taka knattspyrnuhæfileika fram yfir einhvern persónulegan ágreining.
Til hamingju Spánverjar.
Spánn Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.