Þjóðhátíðarlag 2008

Jæja þá er komið að því, Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2008 er að koma út og hefur farið eins og eldur í sinu á netinu síðustu sólarhringa. Ég er búinn að hlusta á lagið og er bara nokkuð sáttur, en var það ekki eftir fyrstu hlustun en það er eins og oft áður maður þarf að hlusta oftar ein einu sinni Whistling  til að meðtaka lagið. Það er Hreimur Heimisson úr Landi og sonum sem á heiðurinn af þessu lagi, en drengurinn sá kann þetta frá A til Ö að gera góð Þjóðhátíðarlög eins og t.d Lífið er yndislegt  sem er eitt albesta Þjóðhátíðarlag seinni ára, en persónulega finnst mér Oddgeirslögin standa upp úr.

Ekki eru allir sáttir með framkvæmd þessa gjörnings að fá verktaka í málið til að semja lagið og er ég einn af þeim sem vill halda í það að hafa samkeppni um lagið til að stuðla að grósku í tónlistarlífi Eyjamanna,  og get ég að mörgu leyti tekið undir orð Elíasar Bjarnhéðinssonar, en hann skrifaði smá pistil um þetta sem kom í Fréttum á fimmtudaginn.

En engu að síður held ég að þetta lag eigi eftir að gera það gott í Dalnum og víða.Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Tommi... ég er nú búinn að hlusta á þetta lag nokkrum sinnum og það venst bara nokkuð vel ....held að maður eigi nú eftir að raula með þessu fyrstu helgina í ágúst :)..

kv Huginn Helga

Huginn (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Helena

Sammála þér þarna Tommi. Fannst ekkert varið í lagið fyrstu þrjú skiptin...en svo vandist það bara helv.. vel Búin að skrifa niður hljómana og nú er öll fjölskyldan farin að spila lagið í gítarinn. Við komum því vel æfð í Dalinn fyrstu helgina í ágúst og munum sjálfsagt syngja manna hæst

Þetta með hvernig staðið er að ,,vali" þjóðhátíðarlagsins í dag má sjálfsagt deila lengi um. Mín skoðun er sú að efna eigi til samkeppni ár hvert og gefa öllu því hæfileikaríka tónlistarfólki sem býr hér á landi tækifæri til að keppa um þann heiður að eiga þjóðhátíðarlagið það árið. Áhuginn á slíkri keppni er fyrir hendi hjá almenningi, það sannaðist þegar um 700 manns mættu á svokallað Eyjavision hér um árið (2004). Ég trúi því að það hefði jafnvel mátt gera enn betur í næsta skiptið en það reyndi bara því miður aldrei á það. 

Helena, 14.6.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband