20.3.2008 | 08:19
Binni og Rambo
Það er allveg ótrúlegt að það skuli ekki vera hægt að finna karlinn til að taka hann úr umferð, og þá sérstaklega ef hugsað er til tækninnar í njósnageiranum. Mér finnst þetta vera þessum topp leyniþjónustum til mikillar minkunar að karlinn skuli leika lausum hala, en það vantar svo sem ekki gorgeirinn í kanann í bíómyndaframleiðslunni, því ef þetta væri ekki raunveruleikinn þá dygði að senda Rambo til að kippa þessum smámunum í liðinn.
Bin Laden hótar Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski er ekkert meiningin að finna Binna. Það verður alltaf að vera einhver gríla til að vekja á ótta. Ef grílan væri handtekinn, þá væri ekki hægt að ala lengur á neinum ótta og þar með myndi Bandaríkjastjórn missa ákveðið vald yfir þegnunum.
Sigurjón Haraldsson (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.