Áföll í kippum

Þetta er nú að verða meira ástandið hjá okkur í þessum blessuðu sjávarplássum, það dynja yfir okkur áföllin hvert á fætur öðru, fyrst er það þorskkvótinn síðan kemur loðnuveiðibann og síðan ofan í þetta allt á að fara hækka fargjöldin með Herjólfi, eða er þetta kanske mótvægisaðgerð gerð til þess að fólk hafi ekki efni á því að flytja í burtu. Nei þetta gengur ekki svona lengur og það er bara ekki hægt að kyngja þessari hækkun upp á rúm 8 % á þjóðvegi okkar Eyjamanna, og eins og ástandið er þá verður að fara að huga að lækkun á þessari leið Vestmannaeyjar - Þorlákshöfn og verða þingmenn okkar að fara að sýna hörku í þessu máli til þess að ná viðunandi árangri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband