Til hamingju Margrét Lára

Það fór eins og maður vonaði að Margrét Lára yrði fyrir valinu sem Íþróttamaður ársins, en samt kom þetta skemmtilega á óvart og vil ég taka ofann fyrir íþróttafréttamönnum og þá sérstaklega fyrir það að velja konu, en manni finnst þær stundum fara halloka í þessu vali. En maður kemmst ekki hjá því að mynnast á eitt og það er þessi skrif og gagnrýni sem koma ávalt eftir þetta val, og þó að öll gagnrýni eigi rétt á sér þá verður að hugsa um þann einstakling sem verður fyrir valinu, því það er auðveldlega hægt að eyðileggja ánægju hvers og eins með svona leiðinda gagnrýni. Þeð er engum blöðum um það að fletta og gefur augaleið að allir þeir einstaklingar sem valdir hafa verið eiga fullt erindi í þetta kjör en það getur bara einn unnið og því á þjóðin að samgleðjast með þeim einstaklingi sem hlýtur þetta sæmdarheiti ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS.
Enn og aftur til hamingu Margrét Lára þú ert vel að þessu kominn og örugglega mikill meirihluti þjóðarinnar sammála þessu kjöri eins og íþróttafréttamenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband