30.11.2007 | 11:45
14 milljónir
Þar sem ég er meðlimur í Kiwanishreyfingunni er mér ljúft að segja frá því að í gær var hreyfingin að afhenda Geðhjálp, BUGL og Forma 14 miljónir króna sem er útkoman úr Landssöfnun okkar Lykill að Lífi sem var í byrjun október. Við þökkum að sjálfsögðu landsmönnum öllum fyrir jákvæð viðbrögð í garð þessarar söfnunar, en það er greinilegt að íslendingar eru ávalt reiðubúnir til að styðja góð málefni og við bakið á þeim sem minna meiga sín, og getur maður ekki annað en verið stoltur af því að vera Íslendingur og Kiwanismaður. Þeir sem hafa áhuga á félagskap eins og Kiwanis geta skoðað heimasíðu hreyfingainnar www.kiwanis.is og ef áhugi er fyrir inngöngu í hreyfinguna þá er um að gera að snúa sér til næsta klúbbs eða næsta manns sem þið þekkið sem er í hreyfingunni og fá nánari kynningu á þessum góða félagskap.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.