18.8.2007 | 16:39
Kaupþingtónleikar
Ég var ásamt mörgum landanum að horfa á afmælistónleika Kaupþings á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þar sem ég er búsettur úti á landi varð ég að láta mér sjónvarpið duga, en mér fannst þetta í alla staði nokkuð góð uppákoma nema kanske atriðið hjá Páli Óskari með fjölda tónleikagesta því það bættust alltaf við tíu þúsund manns við hvert innslag frá honum, en mér finnst trúlegra að það hafi verið milli 20 og 25 þúsund manns eins og Lögreglan heldur fram. En fyrst maður er farinn að tala um þessa tónleika þá kemst maður ekki hjá því að minnast á lok þeirra, en sú uppákoma var algjör hörmung. Kóngurinn okkar Bubbi Morthens var búinn að ná upp frábærri stemmingu í mannskapinn, en þá komu gamlingjarnir í Stuðmönnum í nokkurskonar Kraftverk útgáfu og skutu stemminguna niður í einum grænum, maður hefur aldrei áður orðið vitni að öðru eins enda tæmdist stúkan um leið, en þetta hefur kanske verið gert viljandi til þess að koma mannskapnum heim í rólegheitunm. Ef ég hefði verið skipuleggjandi þessara tónleika þá hefði ég látið Stuðmenn byrja og frekar látið stuðboltana í SSSól með Helga Björns í fararbroddi taka lokahnykkinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.