18.7.2007 | 12:52
Mikið var !
Já maður segir mikið var, að hin eina sanna Logaplata var endurútgefin á geisladisk. Þessi gripur er löngu orðinn sígildur, og án þess að ég vita það með vissu þá heitir platan Mikið var vegna þess að þegar hún var gefin út á sínum tíma þá voru aðdáendur Loga búnir að bíða ansi lengi eftir því að það kæmi efni frá hljómsveitinni á vínil. Á nýju útgáfunni eru þrjú aukalög, tvö af smáskífu sem kom út rétt eftir gosið á Heimaey lögin Minning um mann og Sonur minn, og síðan er lagið Vægðu mér sem er gamall Stones slagari með texta eftir Þorstein Eggertsson. Þetta nýja lag er í frábærum flutningi peyjanna, vel rokkað og töff með góðum gítarriffi. Svei mér þá ég held að þessir peyjar séu bara að verða betri og betri.
Til hamingju Logar og allir aðdáendur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.