27.6.2007 | 09:58
Aukaferðir Herjólfs
Jæja þá er loksins búið að ákveða aukaferðir Herjólfs, en það er aðeins núna yfir næstu tvær helgar þ.e.a.s Shellmótið og Goslokahelgina. Eithvað gengur erfilega að semja um þessar 20 ferðir sem ríkisstjórnin var búin að ákveða en eins og oft áður þá strandar málið á peningum, sem lítið virðist vera til af hjá einni af ríkustu þjóðum heims. Ef eithvað er að marka fréttir af þessu máli þá fer Eimskip fram á þrjár milljónir fyrir hverja ferð en ríkið áætlaði fimmtán hundruð þúsund og þóttust menn þar á bæ vera heldur ríflegir í þessari áætlun sinna, en það var að heyra á samgönguráðherra í sjónvarpsviðtali að hann vissi ekki að þetta væri svona dýrt, hvað er að mönnum !
Nú er rétt að taka sig saman í andlitinu og drífa í að klára þetta mál og það strax.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.