6.6.2007 | 20:59
Vonbrigði
Ekki fór nú þessi blessaði landsleikur okkar eins og við hefðum óskað okkur, en ef maður er raunsær þá vitum við það að von til að vinna Svía á þeirra heimavelli er náttúrulega bara bilun því munurinn er það mikill á þessum liðum, en ekkert gekk upp hjá Íslenska liðinu í kvöld og ekki snefill af heppni með okkur, en er þá bara ekki að gera betur næst. Ég horfði á viðtölin eftir leik á Sýn og mikið skelfing er hann nú misheppnaður hann Gaupi rétt eins og flest allir íþróttaféttamenn þessarar stöðvar. Hann talar um að Eyjólfur eigi að segja af sér ok, sitt sýnist hverjum og svo sagði hann er nokkuð vit í að henda ungum óreyndum leikmönnum út í djúpu laugina í svona erfiðann útileik. Hvað hefði Gaupi sagt ef það hefði bara verið eldri og reyndari leikmenn inni á vellinum, þá hefði karlrassgatið sagt hefði nú Eyjólfur ekki átt að nota frekar unga og spræka leikmenn í staðinn fyrir þessa sleða, já það er alltaf gott að vera vitur eftirá. Síðan var karlinn alltaf að reyna að fá viðmælendur sína Willum Þór og Heimir Guðjóns til að samþykkja að þjálfarinn ætti að segja af sér og sárvorkenndi maður þeim að sitja undir þessum spurningum frá karlinum, enda fannst manni á svipbrigðum þeirra að þeim hundleiddist.
ÁRAM ÍSLAND !
Eyjólfur: Ég á mikið verk óunnið með þetta lið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.