Hvítasunnuhelgin

Það er búið að vera mikið um að vera í Vestmannaeyjum um þessa
Hvítasunnuhelgi og má þar helst nefna, Dagar lita og tóna sem haldið
var í Akógeshúsinu en þar réðu Djassarar og blúsarar ríkjum eins og
áður. Síðan var Eyjafest heljarinnar mikil rokkhátíð með á fjórða tug
hljómsveita sem komu fram á Prófastinum og Lundanum. einnig var í gangi
golfmót og sjóstangveiðimót og síðan en ekki síst var mikil
fjölskyldudagskrá með ýmsum uppákomum svo sem gönguferðum
tuðrusiglingum og m.fl. Ekki skemmdi fyrir að það var blíðskapa veður
þessa daga en það er ekki oft um Hvítasunnuna, en heppnin var með
mönnum í ár, enda þáttaka í þessum viðburðum með miklum ágætum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband