1.5.2007 | 08:40
Góð helgi
Jæja það er búið að vera mikið að snúast hjá karli á undanförnu og það
er ekki að taka enda, heldur mikið framundan. Ég fór með Herjólfi upp á
land á föstudagsmorgun og á laugardagsmorgunin var maður mættur í
Kiwanishúsið í Hafnarfirði þar sem ég flutti smá erindi á
fræðsluráðstefnu umdæmissins. Það var vel mætt á þessa ráðstefnu
verðandi embætismanna hreyfingarinnar og heppnaðist hún í alla staði
mjög vel. Ég stoppaði stutt við á þessari ráðstefnu þar sem ég þurfti
að fara í Herjólf kl 12, sem tókst og síðan var maður mættur á
Vorfagnað í Kiwanishúsinu í Eyjum á laugardagskvöld, og það er fagnaður
sem ég vil ekki missa af , enda mikið lagt á sig til að mæta Um næstu
helgi þarf ég að vera kominn á Hótel Geysi en þar erum við yfirmenn í
eldhúsum heilbrigðisstofnanna með hið árlega þing okkar ásamt aðalfundi.
er ekki að taka enda, heldur mikið framundan. Ég fór með Herjólfi upp á
land á föstudagsmorgun og á laugardagsmorgunin var maður mættur í
Kiwanishúsið í Hafnarfirði þar sem ég flutti smá erindi á
fræðsluráðstefnu umdæmissins. Það var vel mætt á þessa ráðstefnu
verðandi embætismanna hreyfingarinnar og heppnaðist hún í alla staði
mjög vel. Ég stoppaði stutt við á þessari ráðstefnu þar sem ég þurfti
að fara í Herjólf kl 12, sem tókst og síðan var maður mættur á
Vorfagnað í Kiwanishúsinu í Eyjum á laugardagskvöld, og það er fagnaður
sem ég vil ekki missa af , enda mikið lagt á sig til að mæta Um næstu
helgi þarf ég að vera kominn á Hótel Geysi en þar erum við yfirmenn í
eldhúsum heilbrigðisstofnanna með hið árlega þing okkar ásamt aðalfundi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.