Ósiður og tillitsleysi

Ég lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu um daginn að fá tvær stórar rispur á nýjan bíl. Atburðurinn átt sér stað um borð í Herjólfi, en bíllinn var settur upp á efra bíladekk (lyftuna) og af því eru tvær dyr. Þegar margt er með skipinu er frekar þröngt að komast inn á dekkið þar sem bílarnir eru allveg við dyrnar, en það virðist vera að fólk geti ekki beðið í nokkurar mínútur helldur þarf að troðast í framhjá bílunum og þá jafnvel heilu fjölskyldurnar með töskur og annað dót, þannig að það getur ekki annað en nuddað sér utan í bílana og þá eru rennilásar og annað sem rispa lakkið og eigendur sitja uppi með sárt ennið. Þegar svona þröngt er þá eiga farþegar að fara landganginn og bílstjórar eiga að fara á neðra bíladekkið og bíðan þangað til lyftunni er slakað niður, þá gerast ekki svona óhöpp.
Það kostar ekkert að sína smá þolinmæði og tillitssemi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband