Man Utd - Roma 7 - 1

Ja.. hérna, hverjum hefði dottið í hug að sjá leik með þessum úrslitum
í átta liða úrslitum meistaradeildarinnar. Ég gat ekki horft á
veisluhöldin þar sem ég var að skælast með Herjólfi, en þegar ég var að
keyra um borð í Þorlákshöfn þá heyrði ég í útvarpinu að staðan væri
orðin þrjú núll fyrir Utd og þegar ég kom heim var það fyrsta sem ég
gerði að kíkja á textavarpið og eins og ég sagðí maður trúði varla
eigin augum, en það var gaman að lækka aðeins gorgeirinn í Totti og
félögum. Í kvöld léku síðna Bayern og Milan og þeim síðarnefndu tókst
hið ómögulega að sigra 2 - 0 á útivelli, þannig að þarna er virkilega
sterkur andstæðingur sem við mætum í undanúrslitum. Í hinum leiknum
eigast síðan við Chelsea og Liverpool, og mundi ég segja að þetta sé
mikill sigur fyrir enska knattspyrnu að eiga þrjú lið af fjórum í
undanúrslitum meistaradeildar Evrópu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband