8.4.2007 | 13:12
Samgöngur
Enn og aftur er verið að hræra í áætlun Herjólfs, búið er að breyta
áætlun á stórhátíðisdögum eins og föstudaginn langa, Páskadag og
Hvítasunnudag skipið átti að fara á áælun seinni ferðar eða kl 16.00
frá Eyjum og 19,30 frá Þorlákshöfn, en það er búið að breyta
þessu eins og fyrri ferð alla daga eða frá Eyjum kl 8,15 og frá
Þorlákshöfn kl. 12.00. Maður hefur heyrt töluverðar óánægju raddir
vegna þessa breytinga, sem von er þegar fólk er búið að plana
eihvað þá koma svona breytingar sér illa. Sjálfur er ég að fara
upp á land eftir páskahelgina og meðan ég var niður á afgreiðslu að
sækja farseðlana þá komu þrír aðilar sem þurftu að komast með
þriðjudagsferðinni, en allt fullbókað. Mér sýnist svo að það fari að
vera gundvöllur fyrir því að panta og kaupa pláss og selja síðan á
svörtum markaði, þá verða þeir kanske ánægðir samgönguráðherra og hanns
menn. Svo er spurning hvort við Eyjamenn getum ekki notað okkur
ástandið (kosningar í vor) til að herja á þessa frambjóðendur og fá
öflugt stórt skip nú þegar eða strax til að brúa bilið þangað til
framtíðar lausn fæst á samgöngumál okkar Eyjamanna.
áætlun á stórhátíðisdögum eins og föstudaginn langa, Páskadag og
Hvítasunnudag skipið átti að fara á áælun seinni ferðar eða kl 16.00
frá Eyjum og 19,30 frá Þorlákshöfn, en það er búið að breyta
þessu eins og fyrri ferð alla daga eða frá Eyjum kl 8,15 og frá
Þorlákshöfn kl. 12.00. Maður hefur heyrt töluverðar óánægju raddir
vegna þessa breytinga, sem von er þegar fólk er búið að plana
eihvað þá koma svona breytingar sér illa. Sjálfur er ég að fara
upp á land eftir páskahelgina og meðan ég var niður á afgreiðslu að
sækja farseðlana þá komu þrír aðilar sem þurftu að komast með
þriðjudagsferðinni, en allt fullbókað. Mér sýnist svo að það fari að
vera gundvöllur fyrir því að panta og kaupa pláss og selja síðan á
svörtum markaði, þá verða þeir kanske ánægðir samgönguráðherra og hanns
menn. Svo er spurning hvort við Eyjamenn getum ekki notað okkur
ástandið (kosningar í vor) til að herja á þessa frambjóðendur og fá
öflugt stórt skip nú þegar eða strax til að brúa bilið þangað til
framtíðar lausn fæst á samgöngumál okkar Eyjamanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.