Portsmouth - Man Utd.

Djö.......sjálfur þetta var nú óþarfi að láta traktorsgengið frá
Stamford bridge komast svona nálægt okkur í baráttunni, en svona er
boltinn og þetta hleypir bara meiri spennu í þetta, því þessi tvö lið
virðast bera af í ensku deildinni , en samt algjör óþarfi að tapa fyrir
Porsmouth og hvað þá að gera sjálfsmark, eða er meistaraheppnin að
yfirgefa okkur, en það er deginum ljósara að hún þarf að vera með í
þessari baráttu. En þar er ekket annað að gera en að þjappa sér saman
og klára deildina sem búið er að leiða í allan vetur. Ég er ekki
hrifinn af allskyns afsökunum eins og mikið er orðið um í leikslok í
ensku deildinni en Feguson sagði að leikurinn við Róma hefði setið í
mönnum enda erfitt að að spila einum færri í svona langan tíma, en
þessir menn eru þokkalega launaðir og ættu því að geta unnið fyrir
þessum launum sínum, það þurfa menn að gera í öðrum vinnum ef einn
fellur frá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband