3.4.2007 | 22:43
Enn bætist við Eyjaflotann
Í morgun kom til heimahafnar í Eyjum Gullberg Ve 292 nýtt togskip í
viðbót við flotann. Skipið er hið glæsilegasta og vel búið tækjum, og
aðstaða fyrir áhöfn til fyrirmyndar. Það er Ufsaberg sem kaupir
skipið og gerir út en fyrirtækið seldi gamla Gullbergið til
Vinnslustöðvarinnar en það skip var nóta og togskip og eingöngu gert út
til veiða á uppsjávarfiski, en nýja skipið fer til bolfiskveiða. Skipið
reyndist vel á heimleiðinni og er stefnt að halda til veiða eftir 10
til 15 daga þegar búið verður að setja aðgerðarkerfi frá Vélsmiðjunni
Þór hér í Eyjum og ganga frá kælum í lest. Ég vil óska eigendum og
áhövn til hamingju með þetta glæsilega skip, en þetta verður án efa
vítamínsprauta fyrir bæjarfélagið og ekki amalegt að fá nýtt skip á
viku í flotann, og eftir því sem frétti herma eru þrjú ný skip í smíðum
eða á teikniborðinu.
viðbót við flotann. Skipið er hið glæsilegasta og vel búið tækjum, og
aðstaða fyrir áhöfn til fyrirmyndar. Það er Ufsaberg sem kaupir
skipið og gerir út en fyrirtækið seldi gamla Gullbergið til
Vinnslustöðvarinnar en það skip var nóta og togskip og eingöngu gert út
til veiða á uppsjávarfiski, en nýja skipið fer til bolfiskveiða. Skipið
reyndist vel á heimleiðinni og er stefnt að halda til veiða eftir 10
til 15 daga þegar búið verður að setja aðgerðarkerfi frá Vélsmiðjunni
Þór hér í Eyjum og ganga frá kælum í lest. Ég vil óska eigendum og
áhövn til hamingju með þetta glæsilega skip, en þetta verður án efa
vítamínsprauta fyrir bæjarfélagið og ekki amalegt að fá nýtt skip á
viku í flotann, og eftir því sem frétti herma eru þrjú ný skip í smíðum
eða á teikniborðinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.