Fátækt í Mongólíu

Ég var eins og svo margir að horfa á fréttaskýringaþáttinn Kompás á stöð 2 í gærkvöldi, og var umfjöllunin fátæk börn í Mongólíu. Manni varð mikið um að sjá þessi blessuð börn hýrast ofan í ræsum borgarinnar í þessum mikla kulda sem þarna er, en þarna hafa þau þó yl frá heitavatnsleiðslum borgarinnar. Ryðmengað vatn lak þarna úr rörum sem börnin notuðu til þess að hita upp núðlur og annað til að nærast á. Einnig var sýnt frá hverfi fátækra með kofaræksnum og tjöldum, en þegar hirðingjar koma af gresjunni þegar mesti kuldinn er þá búa þarna yfir 500 þúsund manns í fátækt og mikilli eymd. Og svo erum við að kvarta og kveina jafnvel yfir því að eiga ekki nýtt Plastma sjónvarp eða bíl til að fara á milli húsa, en ég er nokkuð viss um að ef við lentum í svona aðsæðum eins og þessi blessuð börn þá gætum við ekki bjargað okkur á sama máta, við myndum leggjast í kör og gefa upp öndina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband