Jarðgöng

Nú herma fréttir að byrjað sé að bora aftur fyrir austan og þá aðrennslisgöng Jökulsárveitna. Þessi bor sem nú er að fara af stað vann í aðrennslisgöngunum milli Hálslóns og Fljótsdals en var stöðvaður í október s.l og tekinn í sundur. Nú er búið að setja ferlíkið aftur saman með tilheyrandi viðhaldi og hann sem sagt farinn að bora aftur. Bora á með honum tæpa 9 kílómerta og á því verki að vera lokið um mitt sumar 2008.   Þá er spurning fyrst þetta tekur ekki nema 5 mánuði að rífa gripinn í sundur, sinna almennu viðhaldi og endurnýja og setja hann aftur saman hvort ekki eigi að senda hann niður að Krossi í Landeyjum í byrjun árs 2009 og láta kvikindið skjótast út í EYJAR málið dautt. LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband