Spánn - Ísland

Þeir stóðu í stöngu í gærkvöldi landsliðsmenn okkar á knattspyrnuvellinum á Mallorca við erfiðar aðstæður, grenjandi rigning og sterkir Spánverjar. En okkar menn börðust eins og ljón og getum við verið stolt af strákunum okkar þó svo að sigur hafi ekki unnist, en Spánverjar náuðu ekki að skora fyrr en á 81 mínútu sem segir að varnarleikurinn var sterkur og Árni Gautur var fyrna sterkur í markinu. Næsti leikur Íslands í keppninni verður á heimavelli 2 júní í sumar og vonandi náum við í 3 stig þar.

Áfram Ísland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband