Enn halda þeir áfram

Það er ekki einleikið hvernig þeir komast upp með svona hegðum Real menn, og FIFA hundsar allar kvartanir frá Utd, ég er ansi hræddur um að ef þetta væru ensku liðin sem færu svona fram þá væri búið að sekta þau, og ef ekki, grípa til harðari refsinga.  Fyrir utan hvað þetta fjölmiðlafár í miðri Evrópukeppni getur haft áhrif á leikmanninn og jafnvel allt Portúgalska liðið.


mbl.is Real bíður viðbragða Ronaldos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ræður ?

Það virðist svolítið gleymast í þessari umræðu um Ronaldo að hann ræður sér ekki sjálfur, það hefur marg oft komið fram að Utd vill ekki selja hann og félagið er með 5 ára undirritaðan samning af leikmanninum, og eins og Glazer fjölskyldan segir þá verður hann frekar látinn sitja í stúkunni frekar en að selja hann.

EN ef satt reynist það sem er búið að skrifa um Ronaldo í blöðunum þá er drengurinn ekki með hjartað hjá félaginu heldur í bankanum og þá á að selja svona karaktera umsvifalaust, það hefur ekki verið stefna hjá Utd að vera með óánægða leikmenn innann sinna herbúða og engin leikmaður verður stærri en klúbburinn. 


mbl.is Ronaldo gæti fengið 47 milljónir kr. á viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðhátíðarlag 2008

Jæja þá er komið að því, Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2008 er að koma út og hefur farið eins og eldur í sinu á netinu síðustu sólarhringa. Ég er búinn að hlusta á lagið og er bara nokkuð sáttur, en var það ekki eftir fyrstu hlustun en það er eins og oft áður maður þarf að hlusta oftar ein einu sinni Whistling  til að meðtaka lagið. Það er Hreimur Heimisson úr Landi og sonum sem á heiðurinn af þessu lagi, en drengurinn sá kann þetta frá A til Ö að gera góð Þjóðhátíðarlög eins og t.d Lífið er yndislegt  sem er eitt albesta Þjóðhátíðarlag seinni ára, en persónulega finnst mér Oddgeirslögin standa upp úr.

Ekki eru allir sáttir með framkvæmd þessa gjörnings að fá verktaka í málið til að semja lagið og er ég einn af þeim sem vill halda í það að hafa samkeppni um lagið til að stuðla að grósku í tónlistarlífi Eyjamanna,  og get ég að mörgu leyti tekið undir orð Elíasar Bjarnhéðinssonar, en hann skrifaði smá pistil um þetta sem kom í Fréttum á fimmtudaginn.

En engu að síður held ég að þetta lag eigi eftir að gera það gott í Dalnum og víða.Grin


10 ára afmæli YEHÍ

Jæja gott fólk þá er maður mættur á Hótel Hérað á Egilstöðum og tilefnið? jú 10 ára afmæli YEHÍ eða félag yfirmanna í eldhúsum heilbrigðisstofnanna á Íslandi, ansi nettur titill ekki satt?  Hér munum við hjónin dvelja fram á sunnudag ásam góðu fóki og erum við sex úr Eyjum mætt á þingið. Það verður margt gert sér til skemmtunar og fróðleiks á þessu þingi sem síðan endar með veglegu lokahófi á laugardagskvöldið. Við höldum úti heimasíðu www.yehi.is og þar má sjá nánari upplýsingar um dagská þingsins, en meira síðar.

 


Gjöf til samfélagsins

Eins og ég hef sagt áður þá er ég félagi í Kiwanisklúbbnum Helgafelli hér í Vestmannaeyjum og er ég mjög stoltur af því enda klúbburinn fjölmennur og öflugur. Okkar nýjasta verkefni var að gefa til samfélagsins umferðarljós, undir kjörorðinu Börnin fyrst og fremst, en ljósin eru sett upp á fjölförum gatnamótum sem er á aðalgönguleið barna til og frá skóla að Íþróttamiðstöðinni. Upphaflega átti þetta bara að vera gangbrautarljós, en fyrst þetta er á gatnamótum leyfa reglur það ekki og því varð að setja upp slík ljós sem hér um ræðir, en nánar má sjá allt um þetta á heimasíðu klúbbsins. www.kiwanis.is/helgafell

 


Binni og Rambo

Það er allveg ótrúlegt að það skuli ekki vera hægt að finna karlinn til að taka hann úr umferð, og þá sérstaklega ef hugsað er til  tækninnar í njósnageiranum. Mér finnst þetta vera þessum topp leyniþjónustum til mikillar minkunar að karlinn skuli leika lausum hala, en það vantar svo sem ekki gorgeirinn í kanann í bíómyndaframleiðslunni, því ef þetta væri ekki raunveruleikinn þá dygði að senda Rambo til að kippa þessum smámunum í liðinn.

mbl.is Bin Laden hótar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúnar Júlíusson heiðraður

Mikið var ég ánægður þegar að rokkarinn síungi Rúnar Júlíusson hlaut heiðursverðlaunin á afhendingu íslensku tónlistarverðlaunana í gærkvöldi. Þarna er mikill öðlingur á ferð sem allt vill fyrir aðra gera og alltaf til í að redda hlutunum ef menn eru í vandræðum. Rúnar hefur lagt mikið í íslenskt tónlistarlíf á sínum ferli sem er orðinn ansi langur, en kappinn er enn að og vonandi  ekki að hætta.
Til hamingju Rúnar.


Dýpstu neðansjávargöng í heimi

 Jæja þá er búið að opna ný neðansjávargöng í Noregi og er kostnaður langt undir því sem Vegagerðin hefur verið að tala um að kostnaður yrði við gangnagerð til Eyja, en nálægt því sem Árni Johnsen talaði um. Það er því spurning hvort stjórnvöld ættu ekki frekar að ræða við Norðmenn, eða þeirra vegagerð til þess að losna við bæði spennu og kerkju sem virðist vera á sumum bæjum í þessu máli.

Dýpstu neðansjávarjarðgöng í heimi kostuðu 12.1 milljarða

22.000 Norðmenn hafa nú fengið dýpstu göng í heimi sem vegtengingu við fastalandið. Eyjarnar Hareid, Heröy, Sande og Ulstein komust í svokallaða Eiksundstengingu þann 23.febrúar síðastliðinn.

 

Í fimm ár hefur vegagerð norska ríkisins verið að grafa göng undir Vartdalsfjörðinn. Samtals er þessi samgöngubót um 15 km. Tengingin er á milli vegarins E 39 við Volda, Eiksunds og Hareidlands. Kostnaðurinn er nú kominn í 970 milljónir nk.  Eða sem svarar 44.000 nk á íbúa á svæðinu sem koma til með að njóta þessa nýja mannvirkis. Þó koma einhverjir peningar til baka í veggjöldum. Dýrasti hluti gangnanna er sá hluti sem er neðansjávar eða  7.765 m. Göngin eru 287 m fyrir neðan sjávarmál.

Miðað við þær tölur sem að Vegagerðinn gefur sér í kostnað á jarðgöngum milli lands og eyja þá er greinilegt að Norðmenn hafa fundið aðra leið en íslenskir embættismenn.

Frétt um þessi jarðgöng má sjá hér: http://www.nettavisen.no/innenriks/article1609039.ece

Þessi frétt er tekin af www.eyjar.net


Áföll í kippum

Þetta er nú að verða meira ástandið hjá okkur í þessum blessuðu sjávarplássum, það dynja yfir okkur áföllin hvert á fætur öðru, fyrst er það þorskkvótinn síðan kemur loðnuveiðibann og síðan ofan í þetta allt á að fara hækka fargjöldin með Herjólfi, eða er þetta kanske mótvægisaðgerð gerð til þess að fólk hafi ekki efni á því að flytja í burtu. Nei þetta gengur ekki svona lengur og það er bara ekki hægt að kyngja þessari hækkun upp á rúm 8 % á þjóðvegi okkar Eyjamanna, og eins og ástandið er þá verður að fara að huga að lækkun á þessari leið Vestmannaeyjar - Þorlákshöfn og verða þingmenn okkar að fara að sýna hörku í þessu máli til þess að ná viðunandi árangri.

Spennandi kosningar framundan.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig kaninn bregst við í forsetakosningunun, sérstaklega þegar horft er til frambjóðanda Demókrata. Kaninn er nú svo væminn og íhaldssamur að ég held að það verði erfitt fyrir þá að velja hvort sem er konu eða blökkumann, þannig að verður niðutstaðan í forvalinu bara ekki vatn á millu Mc Caine?

mbl.is Obama sigraði í Maine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband